„Framtíðin er spennandi en hún kemur ekki bara heldur búum við hana til“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2021 09:28 Lindu Björgu Árnadóttur, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, hefur verið boðið sæti í ritstjórn tímaritsins Journal of Textile Research. „Þetta er mikill heiður og ég sé mig fyrir mér í framtíðinni að vinna meira við rannsóknir og skrif ásamt því að ég hef áhuga á að ritstýra blöðum í mínu fagi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, í samtali við Vísi. Lindu Björgu hefur verið boðið sæti í ritstjórn tímaritsins Journal of Textile Research and Practice sem gefið er út af Routledge útgáfunni sem er í eigu Taylor & Francis group. Það er einn stærsti útgefandi rannsókna- og vísindatímarita í heimi og var sú útgáfa stofnuð í Bretlandi árið 1852. Fyrirtækið er með skrifstofur um allan heim og hjá þeim starfa um 1800 manns. Þetta er mjög mikill heiður og verð ég mikið að lesa yfir greinar og gagnrýna. Ég mun vinna í því að fá fólk til þess að senda greinar inn til ritstjórnar sem eru að vinna við framsækin og áhugaverð verkefni í textílhönnun og framleiðslu. Þessi staða gefur mér framtíðarmöguleika í útgáfu greina um rannsóknir í textíliðnaði og hönnun. Einnig mun ég koma með hugmyndir að þemum og áherslum sérblaða. Linda Björg er bæði menntuð sem sem textíl- og fatahönnuður. Hún er með MS gráðu frá Viðskiptafræðideild Bifrastar en er núna í doktorsnámi við félagsfræðideild Háskóla Íslands þar sem að hún leggur stund á rannsóknir í félagsfræði og tísku. Með þessari nýju stöðu í ritstjórn blaðsins segist Linda nú þurfa að fylgjast vel með hvað er að gerast í faginu ásamt því að byggja upp tengslanet við áhugaverða aðila. Journal of textile Research and Practice er eitt fremsta tímarit í heimi sem birtir greinar um rannsóknir í textíliðnaði og textílhönnun. Linda segir textíliðnaðinn vera einn stærsta, elsta og mikilvægasta iðnað í heimi og þar hafi orðið ótrúlegar framfarir síðustu ár þegar kemur að sjálfbærni og siðferði. Mér finnst tískuiðnaðurinn vera að aðlagast breyttum aðstæðum mjög vel. Ég tel að meiri breytingar verði framundan og þeim muni fylgja ný tækifæri. Það er meiri áhugi núna á að versla góða vöru sem endist og er framleidd með gott siðferði í huga. Það er óhætt að segja að Linda hafi í nægu að snúast því einnig á hún og rekur textílfyrirtækið Scintilla. Scintilla leggur áherslu á framsækin munstur og náttúruleg og lífræn efni en er verslunin er staðsett á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. „Framtíðin er spennandi en hún kemur ekki bara heldur búum við hana til,“ segir Linda að lokum.“ Verslunin Scintilla, Laugavegi. Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Týpan sem fær stórar hugmyndir og kýlir á þær „Ég byrjaði merkið svolítið út frá því að ég var nýbúin í skóla og það var einhvern veginn ekkert í boði fyrir mig,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. 4. febrúar 2021 16:31 „Fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit“ Reykjavík Makeup School fara af stað með tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þú lærir vinsælustu farðanirnar í dag. Við fengum að spurja Ingunni Sig og Heiði Ósk, tvo af eigendum Reykjavík Makeup School nánar út í þetta. 31. janúar 2021 10:01 Kristín Þorkelsdóttir er heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti rétt í þessu. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. 29. janúar 2021 12:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Lindu Björgu hefur verið boðið sæti í ritstjórn tímaritsins Journal of Textile Research and Practice sem gefið er út af Routledge útgáfunni sem er í eigu Taylor & Francis group. Það er einn stærsti útgefandi rannsókna- og vísindatímarita í heimi og var sú útgáfa stofnuð í Bretlandi árið 1852. Fyrirtækið er með skrifstofur um allan heim og hjá þeim starfa um 1800 manns. Þetta er mjög mikill heiður og verð ég mikið að lesa yfir greinar og gagnrýna. Ég mun vinna í því að fá fólk til þess að senda greinar inn til ritstjórnar sem eru að vinna við framsækin og áhugaverð verkefni í textílhönnun og framleiðslu. Þessi staða gefur mér framtíðarmöguleika í útgáfu greina um rannsóknir í textíliðnaði og hönnun. Einnig mun ég koma með hugmyndir að þemum og áherslum sérblaða. Linda Björg er bæði menntuð sem sem textíl- og fatahönnuður. Hún er með MS gráðu frá Viðskiptafræðideild Bifrastar en er núna í doktorsnámi við félagsfræðideild Háskóla Íslands þar sem að hún leggur stund á rannsóknir í félagsfræði og tísku. Með þessari nýju stöðu í ritstjórn blaðsins segist Linda nú þurfa að fylgjast vel með hvað er að gerast í faginu ásamt því að byggja upp tengslanet við áhugaverða aðila. Journal of textile Research and Practice er eitt fremsta tímarit í heimi sem birtir greinar um rannsóknir í textíliðnaði og textílhönnun. Linda segir textíliðnaðinn vera einn stærsta, elsta og mikilvægasta iðnað í heimi og þar hafi orðið ótrúlegar framfarir síðustu ár þegar kemur að sjálfbærni og siðferði. Mér finnst tískuiðnaðurinn vera að aðlagast breyttum aðstæðum mjög vel. Ég tel að meiri breytingar verði framundan og þeim muni fylgja ný tækifæri. Það er meiri áhugi núna á að versla góða vöru sem endist og er framleidd með gott siðferði í huga. Það er óhætt að segja að Linda hafi í nægu að snúast því einnig á hún og rekur textílfyrirtækið Scintilla. Scintilla leggur áherslu á framsækin munstur og náttúruleg og lífræn efni en er verslunin er staðsett á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. „Framtíðin er spennandi en hún kemur ekki bara heldur búum við hana til,“ segir Linda að lokum.“ Verslunin Scintilla, Laugavegi.
Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Týpan sem fær stórar hugmyndir og kýlir á þær „Ég byrjaði merkið svolítið út frá því að ég var nýbúin í skóla og það var einhvern veginn ekkert í boði fyrir mig,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. 4. febrúar 2021 16:31 „Fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit“ Reykjavík Makeup School fara af stað með tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þú lærir vinsælustu farðanirnar í dag. Við fengum að spurja Ingunni Sig og Heiði Ósk, tvo af eigendum Reykjavík Makeup School nánar út í þetta. 31. janúar 2021 10:01 Kristín Þorkelsdóttir er heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti rétt í þessu. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. 29. janúar 2021 12:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Týpan sem fær stórar hugmyndir og kýlir á þær „Ég byrjaði merkið svolítið út frá því að ég var nýbúin í skóla og það var einhvern veginn ekkert í boði fyrir mig,“ segir fatahönnuðurinn Hildur Yeoman. 4. febrúar 2021 16:31
„Fullkomið fyrir þá sem vilja öðlast færni í að farða sitt eigið andlit“ Reykjavík Makeup School fara af stað með tveggja vikna förðunarnámskeið þar sem þú lærir vinsælustu farðanirnar í dag. Við fengum að spurja Ingunni Sig og Heiði Ósk, tvo af eigendum Reykjavík Makeup School nánar út í þetta. 31. janúar 2021 10:01
Kristín Þorkelsdóttir er heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti rétt í þessu. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. 29. janúar 2021 12:00