Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 10:00 Kópavogur Foto: Vilhelm Gunnarsson Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar. Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar.
Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira