Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 10:00 Kópavogur Foto: Vilhelm Gunnarsson Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar. Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar.
Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira