Verkefnastjóri segir skilið við Borgarlínuna: „Óteljandi skiptin sem ég hef heyrt að ég sé frek og vilji stjórna öllu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:06 Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, sagði skilið við Borgarlínuverkefnið um áramótin. Hún segir að viðhorf Vegagerðarinnar til samgangna í þéttbýli hafa leikið lykilþátt í ákvörðun hennar um að segja skilið við verkefnið. Vísir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur, sagði skilið við Borgarlínuverkefnið um áramótin. Hún segir að viðhorf Vegagerðarinnar til samgangna í þéttbýli hafa leikið lykilþátt í ákvörðun hennar um að segja skilið við verkefnið. Lilja greinir frá þessu á Twitter en þar rekur hún sögu Borgarlínunnar og aðkomu sína að verkefninu. Hún segir að árið 2006 hafi í fyrsta skipti vaknað hugmynd hjá henni, Samúel Torfa Péturssyni skipulagsverkfræðingi og Þorsteini R. Hermannssyni, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, um borgarlínukerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi svo ekki verið fyrr en árið 2013 sem þau fóru að ræða málið af alvöru þegar hún og Þorsteinn hófu að starfa saman við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem hugmyndir um Borgarlínu fæddust. Mikil vinna hafi þá farið af stað og í janúar 2019 var Lilja ráðin sem verkefnastjóri Borgarlínu fyrir hönd Reykjavíkurborgar. 2013 hittumst ég og Þorsteinn aftur við gerð Svæðisskipulags HBS þar sem hugmyndir um Borgarlínu fæddust eftir miklar greiningar. Við ofl unnum sem ráðgjafar undir stjórn @HrafnkellProppe . Þarna hélt áfram samtal um sameinaða verkefnastofu fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Stuttu síðar var verkefnastofa stofnuð utan um verkefnið og segir hún að í kjölfarið hafi hún og fleiri drukknað í vinnu við að ýta verkefninu áfram með fagleg sjónarmið að leiðarljósi. Ekki undirbúin fyrir stofnanapólitíkina og valdataflið „Ég var farin að venjast pólitíska þrasinu í fjölmiðlum frá þeim sem fundu allt að verkefninu. Fagleg sjónarmið hafa alltaf verið mitt leiðarljós en ég viðurkenni að hafa stundum misst þolinmæðina þegar fólk með enga reynslu af almenningssamgöngum var að væna mann um annarleg sjónarmið,“ skrifar Lilja á Twitter. Ég var farin að venjast pólitíska þrasinu í fjölmiðlum frá þeim sem fundu allt að verkefninu. Fagleg sjónarmið hafa alltaf verið mitt leiðarljós en ég viðurkenni að hafa stundum misst þolinmæðina þegar fólk með enga reynslu af almsamgöngum var að væna mann um annarleg sjónarmið— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Hún segist hins vegar ekki hafa verið undirbúin fyrir stofnanapólitíkina og valdataflið sem hófst þegar verkefnastofu Borgarlínunnar var fundinn staður hjá Vegagerðinni. „BL er ný tegund verkefnis í íslenskum veruleika og við þurftum því að brjóta niður múra í hverju einasta atriði sem þurfti að vinna,“ skrifar hún. Ég var hins vegar ekki búin undir stofnanapólitíkina og valdataflið sem hófst þegar verkefnastofa BL var fundinn staður hjá Vegagerðinni. BL er ný tegund verkefnis í íslenskum veruleika og við þurftum því að brjóta niður múra í hverju einasta atriði sem þurfti að vinna.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Skammvinnur sigur Hún segir að allir verkþættir sem vinna þurfti hafi verið dregnir í efa og reynt hafi verið að tefja þá. „Fram til vorsins 2020 fékk maður reglulega viðvaranir um að haga sér, því annars yrði verkefnið stöðvað. Vorið 2020 var Borgarlínan engu að síður samþykkt og komst á Samgönguáætlun.“ Stuttu síðar var fyrirtækið Betri samgöngur stofnað til þess að halda utan um öll samgönguverkefni á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin og segir hún það hafa verið ótrúlegan sigur. Hann hafi hins vegar verið skammvinnur. þegar pólitíkin ákvað að nýja fyrirtækið væri bara hugsað sem fjármögnunarfyrirtæki og gert ráð fyrir að Vegagerðin ætti að stýra Borgarlínuverkefninu næstu 15 árin. Þarna varð vonin hjá mér um sameiginlegan stað til að upphefja verkefni úr sílóum og þrasi að engu.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Þegar pólitíkin ákvað að nýja fyrirtækið væri bara hugsað sem fjármögnunarverkefni og gert ráð fyrir að Vegagerðin ætti að stýra Borgarlínuverkefninu næstu 15 árin. Þarna varð vonin hjá mér um sameiginlegan stað til að upphefja verkefni úr sílóum og þrasi að engu.“ Yfirleitt stjórnendur með enga reynslu af almenningssamgöngum sem létu slæm orð falla Hún segir að sumarið 2020 hafi hún áttað sig á því að hún gæti aldrei þrifist innan Vegagerðarinnar. Sumarið 2020 áttaði ég mig á að ég myndi aldrei þrífast innan Vegagerðarinnar. Ég benti á að það væri skrítið að láta stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Ég benti á að það væri skrítið að láta stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi,“ skrifar Lilja. Hún segir að hún hafi í óteljandi skipti fengið að heyra að hún væri frek, tæki hlutunum nærri sér og vildi stjórna öllu. Hún segir þessi orð hins vegar yfirleitt hafa komið frá stjórnendum með enga reynslu af almenningssamgöngum. Það eru orðin óteljandi skiptin sem ég hef fengið að heyra að ég sé frek, taki hlutum nærri mér og vilji stjórna öllu. Það skondna er að þessi orð koma yfirleitt frá stjórnendum með enga reynslu af almenningssamgöngum.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Ég kýs að kalla sjáfa mig ákveðna, með skýra sýn og mikla þekkingu á málaflokknum sem ég vinn við. Það að aðrir kunni ekki að meta það er ekki mitt vandamál. Þegar ég lít tilbaka er ég stolt af því sem hefur áorkast.“ Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. 6. febrúar 2021 15:31 Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00 Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 5. janúar 2021 13:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lilja greinir frá þessu á Twitter en þar rekur hún sögu Borgarlínunnar og aðkomu sína að verkefninu. Hún segir að árið 2006 hafi í fyrsta skipti vaknað hugmynd hjá henni, Samúel Torfa Péturssyni skipulagsverkfræðingi og Þorsteini R. Hermannssyni, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, um borgarlínukerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi svo ekki verið fyrr en árið 2013 sem þau fóru að ræða málið af alvöru þegar hún og Þorsteinn hófu að starfa saman við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem hugmyndir um Borgarlínu fæddust. Mikil vinna hafi þá farið af stað og í janúar 2019 var Lilja ráðin sem verkefnastjóri Borgarlínu fyrir hönd Reykjavíkurborgar. 2013 hittumst ég og Þorsteinn aftur við gerð Svæðisskipulags HBS þar sem hugmyndir um Borgarlínu fæddust eftir miklar greiningar. Við ofl unnum sem ráðgjafar undir stjórn @HrafnkellProppe . Þarna hélt áfram samtal um sameinaða verkefnastofu fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Stuttu síðar var verkefnastofa stofnuð utan um verkefnið og segir hún að í kjölfarið hafi hún og fleiri drukknað í vinnu við að ýta verkefninu áfram með fagleg sjónarmið að leiðarljósi. Ekki undirbúin fyrir stofnanapólitíkina og valdataflið „Ég var farin að venjast pólitíska þrasinu í fjölmiðlum frá þeim sem fundu allt að verkefninu. Fagleg sjónarmið hafa alltaf verið mitt leiðarljós en ég viðurkenni að hafa stundum misst þolinmæðina þegar fólk með enga reynslu af almenningssamgöngum var að væna mann um annarleg sjónarmið,“ skrifar Lilja á Twitter. Ég var farin að venjast pólitíska þrasinu í fjölmiðlum frá þeim sem fundu allt að verkefninu. Fagleg sjónarmið hafa alltaf verið mitt leiðarljós en ég viðurkenni að hafa stundum misst þolinmæðina þegar fólk með enga reynslu af almsamgöngum var að væna mann um annarleg sjónarmið— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Hún segist hins vegar ekki hafa verið undirbúin fyrir stofnanapólitíkina og valdataflið sem hófst þegar verkefnastofu Borgarlínunnar var fundinn staður hjá Vegagerðinni. „BL er ný tegund verkefnis í íslenskum veruleika og við þurftum því að brjóta niður múra í hverju einasta atriði sem þurfti að vinna,“ skrifar hún. Ég var hins vegar ekki búin undir stofnanapólitíkina og valdataflið sem hófst þegar verkefnastofa BL var fundinn staður hjá Vegagerðinni. BL er ný tegund verkefnis í íslenskum veruleika og við þurftum því að brjóta niður múra í hverju einasta atriði sem þurfti að vinna.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 Skammvinnur sigur Hún segir að allir verkþættir sem vinna þurfti hafi verið dregnir í efa og reynt hafi verið að tefja þá. „Fram til vorsins 2020 fékk maður reglulega viðvaranir um að haga sér, því annars yrði verkefnið stöðvað. Vorið 2020 var Borgarlínan engu að síður samþykkt og komst á Samgönguáætlun.“ Stuttu síðar var fyrirtækið Betri samgöngur stofnað til þess að halda utan um öll samgönguverkefni á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin og segir hún það hafa verið ótrúlegan sigur. Hann hafi hins vegar verið skammvinnur. þegar pólitíkin ákvað að nýja fyrirtækið væri bara hugsað sem fjármögnunarfyrirtæki og gert ráð fyrir að Vegagerðin ætti að stýra Borgarlínuverkefninu næstu 15 árin. Þarna varð vonin hjá mér um sameiginlegan stað til að upphefja verkefni úr sílóum og þrasi að engu.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Þegar pólitíkin ákvað að nýja fyrirtækið væri bara hugsað sem fjármögnunarverkefni og gert ráð fyrir að Vegagerðin ætti að stýra Borgarlínuverkefninu næstu 15 árin. Þarna varð vonin hjá mér um sameiginlegan stað til að upphefja verkefni úr sílóum og þrasi að engu.“ Yfirleitt stjórnendur með enga reynslu af almenningssamgöngum sem létu slæm orð falla Hún segir að sumarið 2020 hafi hún áttað sig á því að hún gæti aldrei þrifist innan Vegagerðarinnar. Sumarið 2020 áttaði ég mig á að ég myndi aldrei þrífast innan Vegagerðarinnar. Ég benti á að það væri skrítið að láta stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Ég benti á að það væri skrítið að láta stofnun sem hefur engan áhuga sýnt á samgöngum í þéttbýli taka að sér stærsta skipulags- og byggðarþróunarverkefni allra tíma á Íslandi,“ skrifar Lilja. Hún segir að hún hafi í óteljandi skipti fengið að heyra að hún væri frek, tæki hlutunum nærri sér og vildi stjórna öllu. Hún segir þessi orð hins vegar yfirleitt hafa komið frá stjórnendum með enga reynslu af almenningssamgöngum. Það eru orðin óteljandi skiptin sem ég hef fengið að heyra að ég sé frek, taki hlutum nærri mér og vilji stjórna öllu. Það skondna er að þessi orð koma yfirleitt frá stjórnendum með enga reynslu af almenningssamgöngum.— Lilja G. Karlsdóttir (@liljakarls) February 12, 2021 „Ég kýs að kalla sjáfa mig ákveðna, með skýra sýn og mikla þekkingu á málaflokknum sem ég vinn við. Það að aðrir kunni ekki að meta það er ekki mitt vandamál. Þegar ég lít tilbaka er ég stolt af því sem hefur áorkast.“
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. 6. febrúar 2021 15:31 Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00 Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 5. janúar 2021 13:04 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. 6. febrúar 2021 15:31
Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. 5. febrúar 2021 21:00
Davíð Þorláksson nýr framkvæmdastjóri Betri samgangna Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Þetta kemur fram í tilkynningu. Stofnað var til Betri samgangna til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. 5. janúar 2021 13:04