Viggó Kristjánsson, markahæsti maður deildarinnar, hélt uppteknum hætti í dag. Hann skoraði níu mörk er lið hans Stuttgart vann sigur á Melsungen 30-28.
Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen. Stuttgart er í tíunda sæti deildarinnar en Melsungen í ellefta sæti. Stuttgart hefur þó leikið átján leiki en Melsungen tólf.
Magdeburg vann 29-28 sigur á Minden. Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk, þar af níu úr vítum, og Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við tveimur mörkum. Magdeburg er í fimmta sæti deildarinnar.
Rhein Neckar Löwen tapaði nokkuð óvænt, x-x, fyrir Göppingen á útivelli. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt af mörkum Ljónanna sem eru í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Flensburg.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergrischer sem tapaði með minnsta mun fyrir Leipzig, 30-29, á heimavelli. Bergrischer er í sjötta sæti deildarinnar.