Varalitur er staðalbúnaður í hesthúsinu og á hestbaki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. febrúar 2021 20:11 Katrín Stefánsdóttir, 75 ára hestakona í Þorlákshöfn, sem lifir fyrri hestana sína og að vera vel varalituð þegar hún fer til þeirra í hesthúsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varalitur og helst mikið af honum er staðalbúnaður hjá Katrínu Stefánsdóttur, 75 ára hestakonu í Þorlákshöfn en hún segist aldrei fara út í hesthús eða á hestbak nema með varalit. Katrín er með nokkra hesta í hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn en hún fer í hesthúsið á hverjum degi, oft tvisvar á dag, auk þess sem hún er dugleg að ríða út. Hún fer þó aldrei í hesthúsið eða á bak án þess að vera búin að varalita sig en hún er með spegil og varalit í hesthúsinu hafi hún gleymt að varalita sig áður en hún mætti þangað eða sé hún ekki nægilega vel varalituð. „Ég fer alltaf varalituð í hesthúsið og á hestbak og svo verður maður náttúrulega að hafa spegil í fullri stærð til að geta skoðað sig, hvort þetta sé boðlegt. Þetta er skemmtilegt, ég skemmti mér eiginlega hvergi betur en hérna út í hesthúsi,“ segir Katrín og hlær. Háfeti og Katrín hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín hefur unnið til fjölmargra verðlauna í hestamennsku á allskonar mótum í gegnum árin hennar enda er kaffistofan hennar í hesthúsinu meira og minna full af verðlaunagripum. Flest verðlaunin hefur hún unnið á gæðingnum sínum Háfeta, sem er 16 vetra og mjög faxprúður. „Við erum náttúrlega ekkert í fínu flokkunum, það er ekki svoleiðis, enda er ég orðinn svo gömul, hvað heldur þú að ég geti verið að keppa við þessa gæja, ég gerði það einu sinni. Nei, nei, ég er ekkert gömul, ég segi allavega að það sé engin eldri en hann vill verða, svoleiðis er nú á það. Á meðan ég hef gaman af þessu og get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Katrín enn fremur. árin. Hluti af verðlaunasafni Katrínar í hesthúsinu hennar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Katrín er með nokkra hesta í hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn en hún fer í hesthúsið á hverjum degi, oft tvisvar á dag, auk þess sem hún er dugleg að ríða út. Hún fer þó aldrei í hesthúsið eða á bak án þess að vera búin að varalita sig en hún er með spegil og varalit í hesthúsinu hafi hún gleymt að varalita sig áður en hún mætti þangað eða sé hún ekki nægilega vel varalituð. „Ég fer alltaf varalituð í hesthúsið og á hestbak og svo verður maður náttúrulega að hafa spegil í fullri stærð til að geta skoðað sig, hvort þetta sé boðlegt. Þetta er skemmtilegt, ég skemmti mér eiginlega hvergi betur en hérna út í hesthúsi,“ segir Katrín og hlær. Háfeti og Katrín hafa unnið til fjölmargra verðlauna í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín hefur unnið til fjölmargra verðlauna í hestamennsku á allskonar mótum í gegnum árin hennar enda er kaffistofan hennar í hesthúsinu meira og minna full af verðlaunagripum. Flest verðlaunin hefur hún unnið á gæðingnum sínum Háfeta, sem er 16 vetra og mjög faxprúður. „Við erum náttúrlega ekkert í fínu flokkunum, það er ekki svoleiðis, enda er ég orðinn svo gömul, hvað heldur þú að ég geti verið að keppa við þessa gæja, ég gerði það einu sinni. Nei, nei, ég er ekkert gömul, ég segi allavega að það sé engin eldri en hann vill verða, svoleiðis er nú á það. Á meðan ég hef gaman af þessu og get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Katrín enn fremur. árin. Hluti af verðlaunasafni Katrínar í hesthúsinu hennar í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira