Börn klæddu sig þó upp og mættu í búningum í skólann og á frístundaheimilin eftir skóla. Á meðfylgjandi myndum má sjá börn í Hörðuvallaskóla sem bæði sungu og dönsuðu, á sínum heimavelli í skólanum, eins og almannavarnir höfðu gefið tilmæli um.
Á Akureyri var einnig stuð á sundlaugarbakkanum í morgun þegar einn fastagestanna klæddi sig upp og spilaði á harmonikkuna fyrir hóp í sundleikfimi líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Sjón er sögu ríkari.






