Gunnar: Eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 20:55 Gunnar Magnússon var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Aftureldingar í kvöld. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, sagði að sínir menn hefðu leikið sinn versta leik á tímabilinu gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu fimm marka sigur, 29-34. Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Afturelding var yfir í hálfleik, 15-14, og komst svo þremur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Mosfellingum. „Þá komu tæknifeilarnir í röðum og stundum vorum við ekki byrjaðir í sókninni þegar við köstuðum boltanum frá okkur og fengum á okkur hraðaupphlaup. Þessi þrjú mörk fóru á einni mínútu. Ég held við séum með skráða níu tapaða bolta í seinni hálfleik og þetta var algjörlega hauslaust,“ sagði Gunnar. „Þetta var hræðilegt og það langlangslakasta sem við höfum sýnt í vetur. Ekki það að ÍBV gerði þetta ótrúlega vel og voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Við vorum hræðilegir og ég er eiginlega orðlaus hvað þetta var dapurt.“ Eins og áður sagði var Afturelding yfir eftir fyrri hálfleikinn. Gunnari fannst hann samt ekkert sérstakur hjá Mosfellingum. „Hann var ekkert alslæmur en varnarleikurinn var ekki góður og erfitt að standa í markinu fyrir aftan þegar þú færð endalaust af dauðafærum á þig. Við náðum ekki upp góðri vörn enda fengum við á okkur 34 mörk. Þetta voru líka mörg hraðaupphlaup. Þeir refsuðu okkur fyrir tæknifeilana,“ sagði Gunnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekkert spes en síðustu tuttugu mínúturnar var þetta hræðilegt. Höndin var stundum komin upp og þeir áttu tvær til þrjár sendingar eftir og þá kom einbeitingarleysi og við fengum á okkur mark. Þeir héngu á boltanum og biðu eftir að við gerðum mistök. Svo komu þau og þeir refsuðu okkur. Við kláruðum þetta illa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - ÍBV 29-34 | Enn einn sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum ÍBV gerði góða ferð í Mosfellsbæinn og vann Aftureldingu, 29-34, í fyrsta leik 10. umferðar Olís-deildar karla. Eyjamenn hafa ekki tapað á Varmá síðan í lok september 2014. 18. febrúar 2021 20:23
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn