Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 07:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði aðgerðirnar til í minnisblaði sem hann sendi ráðherra síðastliðinn sunnudag. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknis á fundi sínum á þriðjudag og samþykkti að herða reglurnar í samræmi við tillögur Þórólfs að undanskildu einu atriði. Frá og með deginum í dag verður öllum þeim sem koma til landsins skylt að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar við kröfu um tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Reglurnar varðandi PCR-próf og niðurstöðu þess eiga einnig við um Íslendinga sem koma hingað til lands. Þó hefur verið greint frá því að Íslendingum verði ekki vísað frá landinu ef þeir geta ekki framvísað neikvæðu prófi en í staðinn geta þeir átt von á því að vera sektaðir. Fram kom í máli Þórólfs í fréttum Stöðvar 2 í gær að komufarþegar verði þó ekki sektaðir fyrst um sinn þar sem fyrirvarinn á breytingunum var ekki mjög mikill. „Það verður ekki beitt sektarákvæði fyrstu dagana eftir gildistöku reglugerðarinnar. Því það er ljóst að það eru margir sem eru úti núna sem að ná ekki að fá þessi vottorð. Þess vegna er það í raun ósanngjarnt að ætla að fara að sekta þá aðila,“ sagði Þórólfur Guðnason. Féllst ekki á tillögu um bólusetningarvottorð Auk breytinganna sem snúa að PCR-prófinu þá verður þeim sem greinast með Covid-19 á landamærunum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Í minnisblaði Þórólfs til Svandísar lagði hann einnig til að horfði yrði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19. Ráðherra féllst ekki á þessa tillögu að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins vegna hertra aðgerða á landamærum: Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði aðgerðirnar til í minnisblaði sem hann sendi ráðherra síðastliðinn sunnudag. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknis á fundi sínum á þriðjudag og samþykkti að herða reglurnar í samræmi við tillögur Þórólfs að undanskildu einu atriði. Frá og með deginum í dag verður öllum þeim sem koma til landsins skylt að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar við kröfu um tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Reglurnar varðandi PCR-próf og niðurstöðu þess eiga einnig við um Íslendinga sem koma hingað til lands. Þó hefur verið greint frá því að Íslendingum verði ekki vísað frá landinu ef þeir geta ekki framvísað neikvæðu prófi en í staðinn geta þeir átt von á því að vera sektaðir. Fram kom í máli Þórólfs í fréttum Stöðvar 2 í gær að komufarþegar verði þó ekki sektaðir fyrst um sinn þar sem fyrirvarinn á breytingunum var ekki mjög mikill. „Það verður ekki beitt sektarákvæði fyrstu dagana eftir gildistöku reglugerðarinnar. Því það er ljóst að það eru margir sem eru úti núna sem að ná ekki að fá þessi vottorð. Þess vegna er það í raun ósanngjarnt að ætla að fara að sekta þá aðila,“ sagði Þórólfur Guðnason. Féllst ekki á tillögu um bólusetningarvottorð Auk breytinganna sem snúa að PCR-prófinu þá verður þeim sem greinast með Covid-19 á landamærunum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Í minnisblaði Þórólfs til Svandísar lagði hann einnig til að horfði yrði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19. Ráðherra féllst ekki á þessa tillögu að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins vegna hertra aðgerða á landamærum: Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira