„Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Sigrún Ósk fer að stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum. Mynd/ Baldur Kristjánsson „Eðli málsins samkvæmt þá gátum við ekki þvælst um allan heim á síðasta ári frekar en aðrir. Það gaf okkur hins vegar tækifæri til að fara í vinnslu á þáttaröð sem hefur verið á hugmyndaborðinu í þónokkurn tíma, það er að heimsækja valda viðmælendur aftur til að forvitnast um hvernig allt hefur gengið frá því við sáum þá síðast á skjánum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fer af stað með nýja þáttaröð af Leitin af upprunanum á sunnudagskvöldið á Stöð 2. „Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+. Leitin að upprunanum Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég fæ nefnilega reglulega spurningar sem snúa að því og ég veit að marga langar að vita hvað er að frétta, hvort þetta fólk heldur sambandi við ættingja sína, hvort það er að aðstoða þá fjárhagslega og svo framvegis. Ég lofa því að margt mun koma á óvart í þeirri upprifjun. Inn í þetta ákváðum við að blanda sögum af fólki sem sat heima, horfði á þættina og ákvað að fara sjálft af stað í upprunaleit. Það eru nefnilega til ansi margar slíkar sögur sem hafa ekki verið sagðar opinberlega. Stórmerkilegar sögur sem ég er mjög upp með mér að fá að segja.“ Sigrún segir að líklega hafi mesta áskorunin að velja fólk til að hitta aftur. „Dálítið eins og að gera upp á milli barnanna sinna. En ég á þá bara inni að hitta restina af hópnum einhvern tímann seinna.“ Sögurnar í þáttunum hafa oftar en ekki verið alveg hreint magnaðar og skilja áhorfendur stundum eftir í tárum. Heimurinn verður lítill „Fólk á eftir að missa andlitið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við að horfa á þessa þáttaröð. Margar þessar frásagnir eru lyginni líkastar, það virðist hreinlega fylgja þessum þáttum. Heimurinn verður svo undarlega lítill og svo margt sem virðist hreinlega skrifað í skýin.“ Í fyrsta þættinum sem er á dagskrá á sunnudag hittir Sigrún Brynju Dan. „Hún var í allra fyrsta þættinum sem var sýndur fyrir tæpum fimm árum og þar er mjög margt að frétta. Það er gaman að geta tengt sögu hennar við Söru Benediktsdóttur, sem er fædd 1985 og ættleidd frá Sri Lanka, nákvæmlega eins og Brynja. Hún horfði á þáttinn hennar Brynju og það leið ekki sólarhringur þar til hún var búin að setja allt á fullt í sinni eigin upprunaleit. Svo verður fólk bara að horfa til að fá að vita meira um hvernig það fór.“ Fyrsti þátturinn er klukkan 19:05 en hægt er að horfa á alla þættina af Leitin af upprunanum á Stöð 2+.
Leitin að upprunanum Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira