Segir lendingu jeppans mikið afrek Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2021 19:31 Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“ Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“
Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20