Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 13:28 Heilbrigðisráðuneytið vonast til að hægt verði að klára bólusetningu fyrir lok júní. Vísir/Vilhelm Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33
Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18