Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. febrúar 2021 14:52 Hin átta ára gamla Ásdís Vala gaf sér tíma til að ræða við Kristján Má Unnarsson fréttamann í Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07
Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01
Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26