Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 07:01 María Bjarnadóttir lögfræðingur, aðjúnkt við Háskóla Akureyrar og doktorsnemi við Sussex háskólann. Vísir/Vilhelm „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. „Svona lítið samfélag eins og Ísland hefur ekkert efni á að missa af öflugu fólki úr atvinnulífinu vegna þess að það er að eiga við afleiðingar áfalla. Við eigum þannig öll eitthvað undir því að ungum konum farnist sem best í atvinnulífinu,” segir María. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um málefni ungra kvenna í atvinnulífinu, tengt yfirskrift UAK ráðstefnunnar „Frá áhrifum til aðgerða – Vertu breytingin.” María er einn fyrirlesara UAK ráðstefnunnar sem haldin verður í Hörpu á laugardag. María er lögfræðingur að mennt, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, doktorsnemi við Háskólann í Sussex og starfandi ráðgjafi. Fórnarkostnaðurinn oft mikill fyrir konur Á ráðstefnu UAK á laugardag mun María ræða um það hvernig afstaða kvenna til réttinda kvenna, getur skaðað starfsframa kvenna. Þeirri spurningu þurfi því að velta upp, hvort konum finnist það alltaf þess virði, að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Rannsóknir frá flestum svæðum heims sýna að þegar konur taka þátt í stjórnmálum og tala um jafnrétti, en þó aðallega jafnrétti kynjanna, þá verða þær frekar fyrir aðkasti. Þetta gerir það að verkum að konur sem tala fyrir jafnrétti kynjanna taka þátt í stjórnmálum og stjórnmálaumræðu með meiri persónulegum fórnarkostnaði, sem hefur mögulega áhrif á þeirra pólítík, en ekki síður hina almennu pólitík því það eru vísbendingar um að konur taki síður þátt í opinberri umræðu eða stjórnmálum vegna þessa,” segir María og bætir við: „Það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið allt, ekki bara fyrir einstaka konur. Þetta er auðvitað lýðræðishalli sem hefur verið til staðar miklu lengur og birst á öllum sviðum samfélagsins.” Þá segir María söguna stútfulla af afrekum magnaðra gleymdra kvenna, þar sem afrek þeirra hafa verið eignuð öðrum. „Nýlegt dæmi úr íslenski umræðu er til dæmis íslenska orðabókin sem eignuð var Sigfúsi Blöndal, en konan hans, Björg C. Þorláksdóttir, vann þrotlaust að í tuttugu ár til viðbótar við að halda heimilið ein svo hann gæti sinnt verkefnum. Þetta var alkunna þá og alla tíð síðan, en við erum fyrst að rétta hennar hlut núna. Þessi þarf að breyta og bjargir nútímans þurfa að fá sitt pláss í samtímanum, en ekki bara leiðréttinum mörgum áratugum síðar,” segir María og bætir við: „Það eru ekki bara konur sem geta búið til það pláss, við þetta þurfum við öll að hjálpast að, fólk af öllum kynjum og úr öllum áttum.” Nýju lögin endurspegla nútímann Varðandi nýsett lög, segir María það lykilatriði, hverjir eru við stjórnvölinn. „Minn bakgrunnur er í lögfræði og stjórnsýslu sem gerir það að verkum að ég er ágætlega heima í því hvernig formlegum breytingum verður náð fram, en ég held að ég sé ekkert endilega besta manneskjan í að leiða byltingar öskrandi úti á torgi. Ég hef notað mína styrkleika til þess að vinna þessu máli framgang, en það hafi fjölmargir aðrir gert líka og með fjölbreyttum hætti,” segir María og bætir við: Í grunninn snýst þetta þó allt um að það sé fólk við stjórnvölinn í stjórnmálum sem tekur af skarið. Í því samhengi hafa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra verið algjörar lykilmanneskjur í þessu máli. Ég skrifaði kannski frumvarpið, en þær veittu því pólítíska brautargengið sem var nauðsynlegt til þess að það yrði að lögum. María segir lög eiga að endurspegla samfélagið. Annars er hætta á að fólk upplifi annan raunveruleika en þau sem lögin kveða á um. Þá myndast hætta á vantrausti, þar sem fólk treystir ekki lögunum eða réttarkerfinu. „Að sama skapi held ég að löggjafinn eigi ekki að bregðast við í hvert sinn sem einhver verður ósáttur við lögin,” segir María. Hún segir mikilvægt að löggjafinn átti sig á þeim breytingum sem hafa áhrif á samfélagið og hvenær þær eru þess eðlis, að löggjafinn þarf að grípa inn í. „Ein mín helsta fyrirmynd Ruth Bader Ginsburg heitin kjarnað vel þetta jafnvægi þegar hún var spurð heldur þóttalega hvort það ætti að breyta túlkun laga eftir því í hvaða átt vindurinn blæs hverju sinni þegar hún flutti eitt af lykilmálum sínum um jafnrétti kynjanna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún svaraði því til að það þyrfti ekki að hlaupa til vegna hverrar vindkviðu, en að það væri nauðsynlegt að taka mið af veðurfarinu. Þetta þykir mér mikil viska sem ég hef tileinkað mér,” segir María. Þá segir hún lög þurfa að endurspegla mismunandi menningarheima og ólík samfélög. Sem dæmi megi líkja þeim við hús sem byggð eru fyrir hitabeltisveðurfar. Þær byggingar myndu duga skammt á norðurheimskautinu. Þá hafi tækniframfarir áhrif á lagasetningar. „Síðustu árin hef ég einbeitt mér að því að rannsaka áhrif stafrænnar tækni á lögin, bæði hvað varðar réttindi einstaklinga eins og reynir á í nýju lögunum um kynferðislega friðhelgi en einnig samfélagslega innviði, sérstaklega fjölmiðla og lögreglu. Ég kem líka að þeim málaflokkum í gegnum önnur störf sem ég gegni, annars vegar sem varaformaður fjölmiðlanefndar og hins vegar sem aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri þar sem ég kenni námskeið um net- og tölvubrot. Það sem ég sé í mínum rannsóknum er að þegar okkur tekst að láta lögin halda í við tækniþróunina verður virðið mest fyrir samfélagið. Það finnst mér mikilvægt að passa uppá og þetta sést til að mynda í nýju lögunum um kynferðislega friðhelgi. Núna eru lögin í samræmi við þann veruleika sem er í gangi,” segir María. Vill skoða fleiri refsileiðir Þá segir María nýju lögin einnig auðvelda alla umræðu um hvar mörkin liggja í samskiptum einstaklinga. Hún vonar jafnframt að þau muni nýtast vel í forvarna- og fræðslustarfi sem Alþingi ætlar að standa fyrir á næstunni. „Og auðvitað gagnast lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum við að taka betur á þessum málum. María telur að umræða síðustu ára um stafrænt ofbeldi, hafi nýst vel til að vekja athygli á þessum brotum. Umræðan hafi þannig veitt þolendum stuðning en verið forvörn fyrir gerendur. Maríu finnst sjálfri löngu tímabært að beina frekar sjónum að gerendum í ofbeldismálum og flokkar stafrænt ofbeldi þar með öðrum ofbeldisbrotum. En hún leggur líka til fleiri leiðir til refsingar. „Eftir að hafa kennt lögfræði í Sussex háskóla þar sem ég er í doktorsnámi er ég reyndar líka alveg sannfærð um að við eigum að hugsa um fleiri tegundir refsinga en bara fangelsi og sektir eins og nú er aðalrefsiformið á Íslandi.” María gefur ungum konum í atvinnulífinu þau ráð að gera það sem þeim langar til og láta aðra ekki koma í veg fyrir það. María er ein af fyrirlesurum ráðstefnu UAK sem fram fer í Hörpu á laugardag.Vísir/Vilhelm Góð ráð til ungra kvenna En hvaða ráð myndir þú gefa ungum konum í atvinnulífinu, sem vilja knýja fram breytingar með því að „Vera breytingin”? „Gera það sem þær langar til og láta ekki það sem öðrum finnst eða gæti fundist hamla sér,” segir María og bætir því við að árangur er aldrei línulegur. Hvorki hjá einstaklingum né samfélagi. ,,Það verða allskonar bakslög í jafnréttisbaráttunni áfram sem hingað til og það þýðir ekki að horfa á árangur sem náðst hefur sem sjálfsagðan hlut. Það sama á við okkur sem einstaklinga, þó við séum komin á einhvern stað þýðir það ekki að við verðum alltaf þar, hvort sem er í vinnu eða persónulega. Fólk og umræða þroskast og við getum haft áhrif á bæði okkur sjálf, nánasta umhverfi okkar og samfélagið í heild. Það þarf ekki að vera að flytja fjöll til þess að hafa áhrif og það þarf ekki allt að vera stórkostlegt og einstakt til þess að vera gagnlegt og gott. Það þarf samt að framkvæma og þess vegna er mikilvægt að kýla bara á hlutina, því það má alveg gera mistök,” segir María. Jafnréttismál Stafrænt ofbeldi Góðu ráðin Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti Nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru samstíga í ræðum sínum á Viðskiptaþinginu í síðustu viku þar sem þær gerðu jafnréttismálin að umtalsefni. 17. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Svona lítið samfélag eins og Ísland hefur ekkert efni á að missa af öflugu fólki úr atvinnulífinu vegna þess að það er að eiga við afleiðingar áfalla. Við eigum þannig öll eitthvað undir því að ungum konum farnist sem best í atvinnulífinu,” segir María. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um málefni ungra kvenna í atvinnulífinu, tengt yfirskrift UAK ráðstefnunnar „Frá áhrifum til aðgerða – Vertu breytingin.” María er einn fyrirlesara UAK ráðstefnunnar sem haldin verður í Hörpu á laugardag. María er lögfræðingur að mennt, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, doktorsnemi við Háskólann í Sussex og starfandi ráðgjafi. Fórnarkostnaðurinn oft mikill fyrir konur Á ráðstefnu UAK á laugardag mun María ræða um það hvernig afstaða kvenna til réttinda kvenna, getur skaðað starfsframa kvenna. Þeirri spurningu þurfi því að velta upp, hvort konum finnist það alltaf þess virði, að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Rannsóknir frá flestum svæðum heims sýna að þegar konur taka þátt í stjórnmálum og tala um jafnrétti, en þó aðallega jafnrétti kynjanna, þá verða þær frekar fyrir aðkasti. Þetta gerir það að verkum að konur sem tala fyrir jafnrétti kynjanna taka þátt í stjórnmálum og stjórnmálaumræðu með meiri persónulegum fórnarkostnaði, sem hefur mögulega áhrif á þeirra pólítík, en ekki síður hina almennu pólitík því það eru vísbendingar um að konur taki síður þátt í opinberri umræðu eða stjórnmálum vegna þessa,” segir María og bætir við: „Það er auðvitað kostnaður fyrir samfélagið allt, ekki bara fyrir einstaka konur. Þetta er auðvitað lýðræðishalli sem hefur verið til staðar miklu lengur og birst á öllum sviðum samfélagsins.” Þá segir María söguna stútfulla af afrekum magnaðra gleymdra kvenna, þar sem afrek þeirra hafa verið eignuð öðrum. „Nýlegt dæmi úr íslenski umræðu er til dæmis íslenska orðabókin sem eignuð var Sigfúsi Blöndal, en konan hans, Björg C. Þorláksdóttir, vann þrotlaust að í tuttugu ár til viðbótar við að halda heimilið ein svo hann gæti sinnt verkefnum. Þetta var alkunna þá og alla tíð síðan, en við erum fyrst að rétta hennar hlut núna. Þessi þarf að breyta og bjargir nútímans þurfa að fá sitt pláss í samtímanum, en ekki bara leiðréttinum mörgum áratugum síðar,” segir María og bætir við: „Það eru ekki bara konur sem geta búið til það pláss, við þetta þurfum við öll að hjálpast að, fólk af öllum kynjum og úr öllum áttum.” Nýju lögin endurspegla nútímann Varðandi nýsett lög, segir María það lykilatriði, hverjir eru við stjórnvölinn. „Minn bakgrunnur er í lögfræði og stjórnsýslu sem gerir það að verkum að ég er ágætlega heima í því hvernig formlegum breytingum verður náð fram, en ég held að ég sé ekkert endilega besta manneskjan í að leiða byltingar öskrandi úti á torgi. Ég hef notað mína styrkleika til þess að vinna þessu máli framgang, en það hafi fjölmargir aðrir gert líka og með fjölbreyttum hætti,” segir María og bætir við: Í grunninn snýst þetta þó allt um að það sé fólk við stjórnvölinn í stjórnmálum sem tekur af skarið. Í því samhengi hafa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra verið algjörar lykilmanneskjur í þessu máli. Ég skrifaði kannski frumvarpið, en þær veittu því pólítíska brautargengið sem var nauðsynlegt til þess að það yrði að lögum. María segir lög eiga að endurspegla samfélagið. Annars er hætta á að fólk upplifi annan raunveruleika en þau sem lögin kveða á um. Þá myndast hætta á vantrausti, þar sem fólk treystir ekki lögunum eða réttarkerfinu. „Að sama skapi held ég að löggjafinn eigi ekki að bregðast við í hvert sinn sem einhver verður ósáttur við lögin,” segir María. Hún segir mikilvægt að löggjafinn átti sig á þeim breytingum sem hafa áhrif á samfélagið og hvenær þær eru þess eðlis, að löggjafinn þarf að grípa inn í. „Ein mín helsta fyrirmynd Ruth Bader Ginsburg heitin kjarnað vel þetta jafnvægi þegar hún var spurð heldur þóttalega hvort það ætti að breyta túlkun laga eftir því í hvaða átt vindurinn blæs hverju sinni þegar hún flutti eitt af lykilmálum sínum um jafnrétti kynjanna fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Hún svaraði því til að það þyrfti ekki að hlaupa til vegna hverrar vindkviðu, en að það væri nauðsynlegt að taka mið af veðurfarinu. Þetta þykir mér mikil viska sem ég hef tileinkað mér,” segir María. Þá segir hún lög þurfa að endurspegla mismunandi menningarheima og ólík samfélög. Sem dæmi megi líkja þeim við hús sem byggð eru fyrir hitabeltisveðurfar. Þær byggingar myndu duga skammt á norðurheimskautinu. Þá hafi tækniframfarir áhrif á lagasetningar. „Síðustu árin hef ég einbeitt mér að því að rannsaka áhrif stafrænnar tækni á lögin, bæði hvað varðar réttindi einstaklinga eins og reynir á í nýju lögunum um kynferðislega friðhelgi en einnig samfélagslega innviði, sérstaklega fjölmiðla og lögreglu. Ég kem líka að þeim málaflokkum í gegnum önnur störf sem ég gegni, annars vegar sem varaformaður fjölmiðlanefndar og hins vegar sem aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri þar sem ég kenni námskeið um net- og tölvubrot. Það sem ég sé í mínum rannsóknum er að þegar okkur tekst að láta lögin halda í við tækniþróunina verður virðið mest fyrir samfélagið. Það finnst mér mikilvægt að passa uppá og þetta sést til að mynda í nýju lögunum um kynferðislega friðhelgi. Núna eru lögin í samræmi við þann veruleika sem er í gangi,” segir María. Vill skoða fleiri refsileiðir Þá segir María nýju lögin einnig auðvelda alla umræðu um hvar mörkin liggja í samskiptum einstaklinga. Hún vonar jafnframt að þau muni nýtast vel í forvarna- og fræðslustarfi sem Alþingi ætlar að standa fyrir á næstunni. „Og auðvitað gagnast lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum við að taka betur á þessum málum. María telur að umræða síðustu ára um stafrænt ofbeldi, hafi nýst vel til að vekja athygli á þessum brotum. Umræðan hafi þannig veitt þolendum stuðning en verið forvörn fyrir gerendur. Maríu finnst sjálfri löngu tímabært að beina frekar sjónum að gerendum í ofbeldismálum og flokkar stafrænt ofbeldi þar með öðrum ofbeldisbrotum. En hún leggur líka til fleiri leiðir til refsingar. „Eftir að hafa kennt lögfræði í Sussex háskóla þar sem ég er í doktorsnámi er ég reyndar líka alveg sannfærð um að við eigum að hugsa um fleiri tegundir refsinga en bara fangelsi og sektir eins og nú er aðalrefsiformið á Íslandi.” María gefur ungum konum í atvinnulífinu þau ráð að gera það sem þeim langar til og láta aðra ekki koma í veg fyrir það. María er ein af fyrirlesurum ráðstefnu UAK sem fram fer í Hörpu á laugardag.Vísir/Vilhelm Góð ráð til ungra kvenna En hvaða ráð myndir þú gefa ungum konum í atvinnulífinu, sem vilja knýja fram breytingar með því að „Vera breytingin”? „Gera það sem þær langar til og láta ekki það sem öðrum finnst eða gæti fundist hamla sér,” segir María og bætir því við að árangur er aldrei línulegur. Hvorki hjá einstaklingum né samfélagi. ,,Það verða allskonar bakslög í jafnréttisbaráttunni áfram sem hingað til og það þýðir ekki að horfa á árangur sem náðst hefur sem sjálfsagðan hlut. Það sama á við okkur sem einstaklinga, þó við séum komin á einhvern stað þýðir það ekki að við verðum alltaf þar, hvort sem er í vinnu eða persónulega. Fólk og umræða þroskast og við getum haft áhrif á bæði okkur sjálf, nánasta umhverfi okkar og samfélagið í heild. Það þarf ekki að vera að flytja fjöll til þess að hafa áhrif og það þarf ekki allt að vera stórkostlegt og einstakt til þess að vera gagnlegt og gott. Það þarf samt að framkvæma og þess vegna er mikilvægt að kýla bara á hlutina, því það má alveg gera mistök,” segir María.
Jafnréttismál Stafrænt ofbeldi Góðu ráðin Tengdar fréttir „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti Nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru samstíga í ræðum sínum á Viðskiptaþinginu í síðustu viku þar sem þær gerðu jafnréttismálin að umtalsefni. 17. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Íslenskt viðskiptalíf í 68. sæti Nöfnurnar Katrín Olga Jóhannesdóttir fyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru samstíga í ræðum sínum á Viðskiptaþinginu í síðustu viku þar sem þær gerðu jafnréttismálin að umtalsefni. 17. febrúar 2020 15:15