Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 21:10 Halldór Jóhann var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn