Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 21:10 Halldór Jóhann var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni