AC Milan kom sér aftur á sigurbraut í Róm

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorarar kvöldsins.
Markaskorarar kvöldsins. vísir/Getty

AC Milan hafði betur í stórleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. AC Milan var í heimsókn hjá AS Roma en AC var án sigurs í fjórum leikjum í röð þegar kom að leik kvöldsins.

Leikurinn var markalaus þar til á markamínútunni frægu, þeirri 43., þegar Franck Kessie kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu.

Heimamenn jöfnuðu metin eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik þegar Jordan Veretout skoraði eftir undirbúning Leo Spinazzola.

Króatíski framherjinn Ante Rebic sá til þess að AC færi með öll stigin heim til Milanó þar sem hann skoraði sigurmark leiksins á 56.mínútu. 

AC Milan nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter sem tróna á toppi deildarinnar.

Fyrr í kvöld vann Napoli öruggan 2-0 sigur á Benevento þar sem Dries Mertens og Matteo Politano sáu um markaskorun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira