Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 21:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir ólíklegt að höfuðborgarsvæðið í heild sinni verði rýmt ef gýs nærri borginni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15