Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 28. febrúar 2021 17:37 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/vilhelm Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31
Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09