Bólusetning gegn COVID-19 að hefjast í Afríkuríkjum Heimsljós 1. mars 2021 11:34 UNICEF Fyrstu skammtarnir af bóluefnum gegn COVID-19 bárust til Abidjan á Fílabeinsströndinni á föstudag. Fyrstu bólusetningar COVAX-samstarfsins hefjast í dag en fyrstu skammtarnir af bóluefnum gegn COVID-19 bárust á flugvöllinn í Abidjan á Fílabeinsströndinni rétt fyrir hádegi á föstudag. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins, samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Í þessari fyrstu úthlutun fékk Fílabeinsströndin 504 þúsund skammta af COVID-19 bóluefni og 505 þúsund sprautur. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í þessu samstarfi og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. Í COVAX-samstarfinu er unnið bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. „Til þess að útrýma COVID-19 þarf að útrýma veirunni allsstaðar og tryggja að ekkert land verði skilið eftir. Það er ekki bara það sem rétt að gera heldur það sem þarf að gera. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni og mikil vinna er því framundan til þess að tryggja að bólusetning meðal heilbrigðisstarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist í öllum löndum heimsins á fyrstu 100 dögum þessa árs,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. Í síðustu viku bárust fyrstu skammtarnir til Gana, sem varð fyrst ríkja til að fá bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins. Á fimmtudag skrifuðu UNICEF og AstraZeneca undir langtíma samning um afhendingu bóluefnis gegn COVID-19 fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Með samningnum hefur UNICEF ásamt samstarfsaðilum aðgang að allt að 170 milljónum skammta af bóluefnum gegn COVID-19 fyrir 85 lönd. „Þetta er þriðji slíki samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer og Serum Institute of India. Áætlað er að afhending bóluefnisins hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir Steinunn. UNICEF hefur auk þess hleypt af stokknum mælaborði fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. Afhending bóluefnanna á Fílabeinsströndinni og í Gana markar upphafið af fyrstu alþjóðlegu úthlutun bóluefna gegn kórónaveirunni. Fleiri lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum og vikum. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja UNICEF og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum og nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni. Undanfarna mánuði hafa UNICEF og PAHO, í samstarfi við alþjóðasamtökin um bólusetningar (GAVI), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) unnið með ríkisstjórnum og flutningsaðilum í að undirbúa komu bóluefnanna. Þetta felur meðal annars í sér aðstoð við að þróa bólusetningaráætlun, stuðning við innviði köldu keðjunnar og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga. Auk þess er búið að koma upp birgðum af sprautum, öryggiskössum, grímum, hönskum og öðrum hlífðarbúnaði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Fyrstu bólusetningar COVAX-samstarfsins hefjast í dag en fyrstu skammtarnir af bóluefnum gegn COVID-19 bárust á flugvöllinn í Abidjan á Fílabeinsströndinni rétt fyrir hádegi á föstudag. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins, samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Í þessari fyrstu úthlutun fékk Fílabeinsströndin 504 þúsund skammta af COVID-19 bóluefni og 505 þúsund sprautur. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í þessu samstarfi og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. Í COVAX-samstarfinu er unnið bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. „Til þess að útrýma COVID-19 þarf að útrýma veirunni allsstaðar og tryggja að ekkert land verði skilið eftir. Það er ekki bara það sem rétt að gera heldur það sem þarf að gera. Vernda þarf þau lönd sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin gegn veirunni og mikil vinna er því framundan til þess að tryggja að bólusetning meðal heilbrigðisstarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist í öllum löndum heimsins á fyrstu 100 dögum þessa árs,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Markmið COVAX-samstarfsins er að tryggja 2 milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok ársins 2021. Í síðustu viku bárust fyrstu skammtarnir til Gana, sem varð fyrst ríkja til að fá bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins. Á fimmtudag skrifuðu UNICEF og AstraZeneca undir langtíma samning um afhendingu bóluefnis gegn COVID-19 fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Með samningnum hefur UNICEF ásamt samstarfsaðilum aðgang að allt að 170 milljónum skammta af bóluefnum gegn COVID-19 fyrir 85 lönd. „Þetta er þriðji slíki samstarfssamningurinn sem UNICEF gerir, en áður var búið að skrifa undir samninga við Pfizer og Serum Institute of India. Áætlað er að afhending bóluefnisins hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021,“ segir Steinunn. UNICEF hefur auk þess hleypt af stokknum mælaborði fyrir bóluefnamarkaðinn sem er gagnvirkt tæki fyrir lönd, samstarfsaðila og framleiðsluiðnaðinn. Þar verður hægt að fylgjast með þróun bóluefna gegn COVID-19 og árangri COVAX-samstarfsins í að tryggja sanngjarnt verð og sanngjarnt aðgengi allra landa í heiminum að bóluefnun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi, skilvirkni og frjálst flæði upplýsinga. Afhending bóluefnanna á Fílabeinsströndinni og í Gana markar upphafið af fyrstu alþjóðlegu úthlutun bóluefna gegn kórónaveirunni. Fleiri lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum og vikum. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og er stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum. Á hverju ári bólusetja UNICEF og samstarfsaðilar hátt í helming allra barna í heiminum gegn lífshættulegum sjúkdómum og nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni. Undanfarna mánuði hafa UNICEF og PAHO, í samstarfi við alþjóðasamtökin um bólusetningar (GAVI), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) unnið með ríkisstjórnum og flutningsaðilum í að undirbúa komu bóluefnanna. Þetta felur meðal annars í sér aðstoð við að þróa bólusetningaráætlun, stuðning við innviði köldu keðjunnar og þjálfun starfsfólks sem þarf fyrir örugga framkvæmd bólusetninga. Auk þess er búið að koma upp birgðum af sprautum, öryggiskössum, grímum, hönskum og öðrum hlífðarbúnaði. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent