Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:33 Fannar Jónasson segir mikilvægt að koma réttum upplýsingum til íbúa af erlendum uppruna. Þeir séu oft afar skelkaðir vegna jarðaskjálfta. Vísir/Egill Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04