Egill Aðalsteinsson tökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar náði upptöku af stóru skjálftunum sem riðið hafa yfir Suðvesturhornið í gær og í nótt. Hljóðin sem heyrast koma aðallega frá skápnum sem sést á myndinni hér fyrir neðan og leirtauinu inni í skápnum, sem hristist við skjálftana.

Skjálftarnir sem Egill náði á upptöku eru alls fimm; sá fyrsti er stóri skjálftinn sem varð skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags en sá síðasti á upptökunum er stóri skjálftinn í nótt. Sá virðist hafa varað í ríflega tuttugu sekúndur, líkt og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Ekkert lát virðist vera á öflugri jarðskjálfahrinunni, sem á upptök sín við Fagradalsfjall og Keili. Yfir þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af hafa fjórtán verið stærri en þrír.