Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2021 06:11 Ekkert lát er á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira