Aron sagður halda kyrru fyrir í Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 13:01 Aron Pálmarsson verður líklega áfram hjá einu albesta liði heims, Barcelona. Getty/Martin Rose Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er sagður hafa gert samkomulag við Barcelona um að spila áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel. Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel.
Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00