Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 21:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, sagði í viðtali í gær að hann teldi best að fara að dæmi Breta, með því að lengja bil á milli bólusetninga hjá fólki í þrjá mánuði í stað þriggja til fjögurra vikna. Þannig sé hægt að bólusetja sem flesta með fyrri sprautu, sem veitir talsverða vernd gegn skæðum veikindum af völdum Covid-19. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Þórólfur að þessi möguleiki hefði verið skoðaður. Hann sé hins vegar ekki sammála Jóni Ívari. „Það helgast af því að ég held að það væri skynsamlegt að gera það ef við værum með mikið smit í samfélaginu. Þá myndi skipta miklu máli að ná útbreiðslu á bólusetningu eins fljótt og hægt er. Það er gert í Bretlandi og á fleiri stöðum,“ segir Þórólfurþ Hann bætir við að verndin sem fæst með fyrri sprautu sé lakari en sú sem fæst eftir tvær. Bóluefnin þrjú sem samþykkt hafa verið hér á landi eru öll gefin í tveimur skömmtum. Bóluefni Moderna og Pfizer eru gefin með nokkrum vikum milli skammta, en bóluefni AstraZeneca með þrjá mánuði á milli. „Menn geta verið að koma með mismunandi tölur um hver verndin er eftir eina sprautu en þá eru menn stundum að miða við hvort ein bólusetning komi í veg fyrir alvarleg veikindi, öll veikindi og svo framvegis. Ef fólk sem er bólusett er að veikjast, kannski vægt, þá er það með veiruna og getur þannig dreift henni áfram. Mér finnst miklu ólíklegra, eftir eina sprautu, að bólusetningin komi í veg fyrir dreifingu til annarra,“ segir Þórólfur. Hann telji því skynsamlegra að fullbólusetja fólk og búa þannig til hóp fólks sem muni ekki dreifa veirunni og fái lengri vernd. Hann telji ekkert liggja á í þessum efnum, þar sem lítið af smitum er í samfélaginu. Hjólin fari ekkert fyrr af stað Aðspurður gaf Þórólfur lítið fyrir að sú bólusetningaraðferð sem Jón Ívar mælir með myndi flýta fyrir því að hægt væri að slaka frekar á hömlum í samfélaginu. „Hvernig ætlarðu að koma hjólunum í gang frekar eftir eina sprautu en tvær? Erum við þá að tala um ]ferðabransann]? Hver er ferðavilji fólks? Það eru ekki meiri hömlur á landamærum hér heldur en víðast hvar annars staðar í Evrópu,“ segir Þórólfur. Hann telji það ekki svo að ef slakað yrði á hömlum á landamærunum myndu ferðamenn streyma til landsins. Hann bendir þá á að sóttvarnaaðgerðir hér á landi séu einhverjar þær rýmstu sem þekkist í Evrópu og víðar. „Þannig að ég bið nú menn aðeins um að hugsa málið heildrænt,“ segir Þórólfur. Hann segir þá að hraði bólusetninga hér á landi fari alfarið eftir hversu mikið fæst afhent og hversu hratt. Dreifingaráætlun bóluefna eftir lok marsmánaðar liggi ekki fyrir. „Áframhaldandi bólusetning og áframhaldandi spá um hvernig það verður mun bara helgast af því,“ segir Þórólfur. Samkvæmt bóluefni.is, sem er haldið úti af Almannavörnum og Landlæknisembættinu, hafa 12.644 einstaklingar fengið fulla bólusetningu hér á landi. Þá hafa 8.547 til viðbótar hafið bólusetingu með fyrri skammti.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira