Annars vegar varð skjálfti að stærð 4,1 klukkan 02:12. Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að hans hefði orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og Reykjanesbæ.
Upptök skjálftans voru á 5,4 kílómetra dýpi 2,4 kílómetra austnorðaustur af Fagradalsfjalli. Aðeins sex mínútum síðar eða klukkan 02:18 varð svo annars snarpur skjálfti að stærðinni 3,2. Upptök hans voru 4,9 kílómetra dýpi 2,9 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðar og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir.
Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið.
Þó svo skjálftavirknin hafi haldið áfram við Fagradalsfjall fengu flestir íbúar Suðvesturhornsins smá frið frá...
Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 2, 2021