Solskjær segir að Man Utd verði að sýna ábyrgð og raunsæi í peningamálunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 14:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur og kátur á æfingu með Manchester United í vikunni. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að búast við einhverju eyðslufylleri í nýja leikmenn í sumar. Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira