„Greinilega áframhaldandi virkni“ og möguleiki á tilfærslum sléttri viku eftir stóra skjálftann Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 3. mars 2021 11:49 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni á Reykjanesi hefur haldið áfram nú á áttunda degi jarðskjálftahrinunnar en vika er síðan fyrsti snarpi jarðskjálftinn upp á 5,7 gerði íbúum á Suðvesturhorninu hverft við. Jarðskjálftafræðingur segir ekki ósennilegt að jarðskjálftavirknin færist. Framan af í gærkvöldi og inn í nóttina mældist enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð á svæðinu en klukkan rúmlega tvö kom skjálfti af stærðinni 4,1 sem fannst víða á Suðvesturhorninu og skömmu eftir klukkan 11 varð skjálfti að stærð 3,8. „Það dró einmitt úr þessari virkni. Það voru nú einhverjr sem vöknuðu í nótt við skjálfta af stærðinni 4,1 sem varð rétt eftir tvö og svo var svona áframhaldandi eftirskjálftavirkni, minni skjálftar eftir það,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu, og bætir við að virknin mælist á sama stað og síðustu daga. „Það er greinilega áframhaldandi virkni og mjög líklegt að það séu þá áframhaldandi færslur og miðað við það að það sé kvikuinnskot í gangi getum við gert ráð fyrir því að það sé enn að hreiðra um sig ofan í jarðskorpunni.“ Nýjar gervitunglamyndir í kvöld Getur jarðskjálftavirknin færst til á sprungum þarna á Reykjanesinu miðað við þar sem þær eru staðsettar núna? „Já og í rauninni er ekkert ósennilegt að það verði einhver svæði sem bregðist við þessari virkni. Þetta eru það miklar færslur að það er ekkert ósennilegt að það safnist upp spenna og jarðskjálftasprungur annars staðar í þessu nágrenni, hreinlega hrökkvi í gang bara við það að fá þessa auknu spennu,“ segir Kristín. „Við fáum nýjar gervitunglamyndir í kvöld og það verður fundur með almannavörnum á morgun eftir hádegi þar sem við getum vonandi sagt eitthvað meira um þessar færslur sem við erum að mæla.“ Kortið sem unnið var af eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Vísindamenn Háskóla Íslands birtu í gær nýtt eldsupptakakort, sem sýndi nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp. Kortið má sjá hér fyrir ofan. Hraun myndi samkvæmt því fara nýja leið og á nýja staði. Innt eftir því hvort hún sé sammála spám Háskóla Íslands kveðst Kristín ekki vilja svara fyrir þá vinnu en bendir á að líkön Veðurstofunnar byggi á öðruvísi forsendum. „Við erum með aðeins öðruvísi líkön á Veðurstofunni. Við erum að setja fram líkön bara fyrir eina sprungu, að það opnist bara ein sprunga. Það er það sem við vorum að kynna í gær í Kastljósi. Ég vil helst ekki vera að svara fyrir það sem kemur frá Háskólanum, þeir tala um það sjálfir, en það eru aðeins öðruvísi forsendur í því. Því þar er verið að gera ráð fyrir að opnist fleiri sprungur í einu sem er kannski ólíklegt.“ Enn hætta á stærri skjálftum Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita Veðurstofunni aukalega 60 milljónum til þess að efla tækjabúnað og auka við mannskap vegna atburðarins. Kristín segir fjármunina fyrst og fremst verða nýtta til að efla vöktun á svæðinu. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til þess að meta atburðinn. Veðurstofan ítrekar að fólk fari varlega á því svæði þar sem skjálftavirknin er mest. „Meðan þessir sterku skjálftar eru þá er auðvitað varasamt, eins og við höfum svo sem sagt, að stunda útivist í fjallendi. Það er enn þá hætta á því að það komi þarna stærri skjálftar og fólk verður að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi það,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06 Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34 „Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Framan af í gærkvöldi og inn í nóttina mældist enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð á svæðinu en klukkan rúmlega tvö kom skjálfti af stærðinni 4,1 sem fannst víða á Suðvesturhorninu og skömmu eftir klukkan 11 varð skjálfti að stærð 3,8. „Það dró einmitt úr þessari virkni. Það voru nú einhverjr sem vöknuðu í nótt við skjálfta af stærðinni 4,1 sem varð rétt eftir tvö og svo var svona áframhaldandi eftirskjálftavirkni, minni skjálftar eftir það,“ segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu, og bætir við að virknin mælist á sama stað og síðustu daga. „Það er greinilega áframhaldandi virkni og mjög líklegt að það séu þá áframhaldandi færslur og miðað við það að það sé kvikuinnskot í gangi getum við gert ráð fyrir því að það sé enn að hreiðra um sig ofan í jarðskorpunni.“ Nýjar gervitunglamyndir í kvöld Getur jarðskjálftavirknin færst til á sprungum þarna á Reykjanesinu miðað við þar sem þær eru staðsettar núna? „Já og í rauninni er ekkert ósennilegt að það verði einhver svæði sem bregðist við þessari virkni. Þetta eru það miklar færslur að það er ekkert ósennilegt að það safnist upp spenna og jarðskjálftasprungur annars staðar í þessu nágrenni, hreinlega hrökkvi í gang bara við það að fá þessa auknu spennu,“ segir Kristín. „Við fáum nýjar gervitunglamyndir í kvöld og það verður fundur með almannavörnum á morgun eftir hádegi þar sem við getum vonandi sagt eitthvað meira um þessar færslur sem við erum að mæla.“ Kortið sem unnið var af eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Vísindamenn Háskóla Íslands birtu í gær nýtt eldsupptakakort, sem sýndi nýja staðsetningu þar sem eldgos gæti komið upp. Kortið má sjá hér fyrir ofan. Hraun myndi samkvæmt því fara nýja leið og á nýja staði. Innt eftir því hvort hún sé sammála spám Háskóla Íslands kveðst Kristín ekki vilja svara fyrir þá vinnu en bendir á að líkön Veðurstofunnar byggi á öðruvísi forsendum. „Við erum með aðeins öðruvísi líkön á Veðurstofunni. Við erum að setja fram líkön bara fyrir eina sprungu, að það opnist bara ein sprunga. Það er það sem við vorum að kynna í gær í Kastljósi. Ég vil helst ekki vera að svara fyrir það sem kemur frá Háskólanum, þeir tala um það sjálfir, en það eru aðeins öðruvísi forsendur í því. Því þar er verið að gera ráð fyrir að opnist fleiri sprungur í einu sem er kannski ólíklegt.“ Enn hætta á stærri skjálftum Ríkisstjórnin ákvað í gær að veita Veðurstofunni aukalega 60 milljónum til þess að efla tækjabúnað og auka við mannskap vegna atburðarins. Kristín segir fjármunina fyrst og fremst verða nýtta til að efla vöktun á svæðinu. Vísindaráð almannavarna kemur saman í dag til þess að meta atburðinn. Veðurstofan ítrekar að fólk fari varlega á því svæði þar sem skjálftavirknin er mest. „Meðan þessir sterku skjálftar eru þá er auðvitað varasamt, eins og við höfum svo sem sagt, að stunda útivist í fjallendi. Það er enn þá hætta á því að það komi þarna stærri skjálftar og fólk verður að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi það,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06 Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34 „Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stór skjálfti fannst á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu um klukkan 11:05 í dag. 3. mars 2021 11:06
Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. 3. mars 2021 10:34
„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. 3. mars 2021 08:10