Þurftu að vísa frá fólki á níræðisaldri í bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 18:11 Bóluefnið kláraðist um klukkan hálf þrjú, hálftíma áður en bólusetningunni átti að ljúka. Vísir/Egill Um fimmtíu manns á níræðisaldri sem voru boðaðir í bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll þurftu frá að hverfa þegar bóluefnið kláraðist í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að meiri þátttaka en búist var við hafi orðið til þess vísa þurfti fólki frá. Bólusetning með bóluefni Pfizer fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík í gær og í dag. Allir þeir sem eru fæddir árið 1939 eða fyrr voru upphaflega boðaðir í bólusetninguna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, segir að í ljósi þátttökunnar í gær hafi verið ákveðið í gærkvöldi að boða einnig fólk fætt 1940 og fyrr í bólusetninguna í dag. Þátttakan í dag fór fram úr væntingum og því var bóluefnið á þrotum um klukkan hálf þrjú, hálftíma fyrir lok auglýsts tíma. Ragnheiður Ósk áætlar að um fimmtíu manns hafi verið vísað frá, líklega flestum fæddir 1940. Bóluefnið Pfizer er viðkvæmt og hafa heilbrigðisstarfsmenn aðeins fimm tíma til þess að gefa það eftir að sprauturnar eru blandaðar. Því segir Ragnheiður Ósk að reynt hafi verið að komast hjá því að heilsugæslan sætu uppi með afgangsbóluefni með því að boða fleiri í bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Erfitt sé að meta hversu mikil þátttakan verði fyrirfram og því hafi farið sem fór. „Ótrúlegt en satt tóku 90% þessu mjög vel og sýndu skilning og ætluðu bara að heimsækja okkur eftir viku. Það var auðvitað einn og einn sem var ekki alveg hress, það verður að segjast. Og alveg skiljanlegt, þetta var svona fýluferð,“ segir Ragnheiður Ósk. Önnur sending af Pfizer-bóluefninu er væntanleg og verður bólusetningunni haldið áfram eftir viku. Þeir sem þurftu frá að hverfa í dag verða boðaðir aftur þá. Klippa: Bóluefni kláraðist skömmu fyrir lokun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Eldri borgarar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira