Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 22:11 Björgunarsveitafólk stendur vaktina við Keili í dag. Vísir/Vilhelm Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá. Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Vísindamenn, viðbragðsaðilar, fjölmiðlar og ekki síst almenningur hafa fylgst grannt með framvindunni líkt og meðfylgjandi myndir frá deginum í dag sýna glögglega. Björgunarsveitir og lögregla stýrðu aðgengi að svæðinu.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson og Kristín Jónsdóttir hafa staðið vaktina hjá almannavörnum og hjá Veðurstofu Íslands vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.Vísir/Sigurjón Fjölmiðlar mættir. Hér má sjá þá Eggert Jóhannesson, ljósmyndara Morgunblaðsins, Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, og Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/Egill „Líkurnar á því að það beri að túlka þetta sem byrjun á goshrinu þær hafa aukist, það lítur mjög sennilega út fyrir að við séum að upplifa það núna. Þessi merku tímamót, það hefur ekki gosið á Reykjanesi í átta hundruð ár, og það kann að vera að næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos nokkuð tíð, kannski tíu tuttugu sinnum muni gjósa á því tímabili,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Björgunarsveitarfólk skráði niður ferðir allra þeirra sem fóru um svæðið, en aðeins fjölmiðlum og vísindamönnum var heimilt að fara um svæðið og aðeins í fylgd með björgunarsveit.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn sem leiðbeindu fréttamönnum og vísindamönnum um svæðið voru vopnaðir gasmælum á borð við þennan hér svo unnt væri að mæla mögulega gasmengun í lofti.Vísir/Egill Páll segir erfitt að segja til um hvað gerist næst. „Reynslan sýnir okkur að þetta gengur þokkalega vel, þó höfum við nú þurft að upplifa það nokkrum sinnum að náttúran hefur gert eitthvað sem að við hreinlega höfðum ekki ímyndunarafl til þess að láta okkur detta í hug. Það kann að vera núna líka, við erum að læra nýja hluti á hverjum einasta degi núna,“ segir Páll og vísar til allra þeirra nýju gagna sem safnað er á hverjum degi og greiningu þeirra. „Þetta eru mjög spennandi tímar í náttúruvísindunum að upplifa þetta og nú skiptir gríðarlega miklu máli núna að mæla sem allra best hvað er í gangi til þess að reyna að skilja það, því að framtíðin hún ræðst af því. Vísindamenn Verðurstofunnar að störfum skammt frá Keili.Vísir/Vilhelm Blaðamannafundur með sérfræðingum klukkan fjögur í dag.almannavarnir Kristján Már Unnarsson fréttamaður fór yfir svæðið á þyrlu ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni.Vísir/Arnar Keilir var tignarlegur í dag þrátt fyrir leiðinda veður og lélegt skyggni á köflum í dag.Vísir/Vilhelm
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira