Óttaslegin í stóru blokkinni í Grindavík og vilja annað Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2021 14:05 Börn að leik og stóra blokkin í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Grindavíkur, segist vita um pólska íbúa í stóru blokkinni í Grindavík sem vilja ekki búa þar lengur. Nú ríði á að upplýsa pólska samfélagið og von sé á sérfræðingum frá Veðurstofu til að svara spurningum sem brenni á þeim. Túlkur verði fenginn til að auðvelda fræðsluna. Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira