Búin að prjóna sjötíu lopapeysur á Flúðum í Covid Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 19:33 Hann Lára Bjarnadóttir á Flúðum við hluta af lopapeysunum, sem hún hefur prjónað í Covid, eða um 70 peysur frá því að Covid kom fyrst upp á Íslandi. Peysurnar selur hún heima hjá sér þeim, sem vilja kaupa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona. Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Hanna Lára býr fallegri íbúð á Flúðum þar sem hún lætur fara vel um sig en lengst af bjó hún sem bóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi með manni sínum, Lofti Þorsteinssyni en hann lést í september 2019. Eftir að kórónuveiran greindist á Íslandi fyrir um ári síðan lokaði Hanna Lára sig inni enda í áhættuhópi með sykursýki og krabbamein og fór að prjóna lopapeysur og eru þær nú orðnar um sjötíu talsins. Hún hefur líka prjónað mikið af barnapeysum, sokkum og húfum á þessu tímabili. „Já, ég leitaði í prjónana. Það er rosalega gott að hafa prjónana, fljótur að líða tíminn. Ég er talin vera rosalega snögg að prjóna, ég veit ekkert hvað það er, en ég er rosalega fljót að prjóna,“ segir Hanna Lára. Lopapeysurnar hjá Hönnu Láru eru mjög fallegar með allskonar munstri og í fjölbreyttum litum. Uppskriftirnar fær hún flestar um gömlum prjónablöðum og allt garnið kaupir hún í Hannyrðabúðinni á Selfossi því hún segist ekki nenna að fara til Reykjavíkur eftir garni. „Ég sit alltaf við, t.d. yfir sjónvarpinu á kvöldin, þá er ég alltaf með prjónana mína og líka oft á morgnanna. Svo fer ég kannski eitthvað út, kannski upp í fjárhús eða eitthvað um miðjan daginn. Annars er ég alltaf inni með prjónana og svona eitthvað að dunda mér.“ Hanna Lára segist vera dugleg að selja lopapeysurnar sínar og hún prjóni mikið eftir pöntunum. „Mér finnst voðalega gaman að prjóna og leika mér með liti,“ segir Hana Lára. Nokkrir fallegir púðar eru í stofunni hjá Hönnu Láru, sem hún saumaði en það gerði hún þegar hún var ráðskona hjá Guðmundi Jónassyni sumarið 2007 og ferðaðist í vinnuna í rútu yfir kjöl, þá var tíminn nýttur í púðasaum. Hanna Lára er aldrei aðgerðalaus. „Nei, helst ekki, ég get það ekki, ég á voðalega erfitt að vera og gera ekki neitt,“ segir hún og hlær. Hanna Lára er mjög snögg að prjóna en hún situr alltaf í þessum sófa fyrir framan sjónvarpið þegar hún mundar prjónana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira