„Eina sem við vitum að það verður eldgos á Íslandi en við vitum ekki hvenær og hversu stórt – við búum jú á virkri eldfjallaeyju. Að búa á Íslandi eru forréttindi en við verðum að taka tillit til óblíðra náttúruafla. En gerum við það?“ spyr Guðlaugur Þór á Facebook-síðu sinni í dag.
„Reykjavík er að stórum hluta byggð á nesi með stórum umferðaræðum til vesturs. Er ekki skynsamlegt að fjölga leiðum inn og út úr borginni? M.a. af öryggisástæðum.“
Hann segir flesta sammála um það að nauðsynlegt sé að gera stórátak í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Guðlaugur segir lítið hafa verið gert varðandi Sundabraut, sem hafi verið forsenda sameiningar Reykjavíkur og Kjalarness fyrir áratugum síðan. Ástæðuna segir hann fyrst og fremst vera „óskiljanlegt áhugaleysi vinstri meirihlutans í Reykjavík“, en sjálfur telur Guðlaugur Þór sömuleiðis Skerjabraut geta orðið góða viðbót í samgöngumálum.