Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 21:00 „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. Í kvöld verður förinni að öllum líkindum heitið aftur heim á Norðfjörð eftir mokfiskerí, en Beitir hefur þurft að taka frá bæði Polar Amaroq og Hugin við veiðarnar. „Það á við um flest skipin og það stefnir í að loðnuvertíðinni ljúki í næstu viku,“ sagði Kristján Már, en upphaflega stóð til að skipstjórinn yrði til viðtals. „Þeir eru sennilega í síðasta kastinu núna. Við ætluðum að vera með skipstjórann Sturlu Þórðarson í beinni útsendingu, en af því að þeir eru að byrja að dæla upp úr loðnunótunni, þá gat hann ekki verið með okkur í viðtali. Þeir eru sennilega að klára kvótann núna þegar þeir eru búnir að dæla úr þessu kasti.“ Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við skipverjana og fréttamanninn um borð, en fallegt útsýni var frá skipinu og mátti sjá hnúfubaka synda nálægt. „Maður hugsar með sér: Það er aldeilis gaman að vera sjómaður við þessar aðstæður.“ Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. 23. febrúar 2021 17:23 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í kvöld verður förinni að öllum líkindum heitið aftur heim á Norðfjörð eftir mokfiskerí, en Beitir hefur þurft að taka frá bæði Polar Amaroq og Hugin við veiðarnar. „Það á við um flest skipin og það stefnir í að loðnuvertíðinni ljúki í næstu viku,“ sagði Kristján Már, en upphaflega stóð til að skipstjórinn yrði til viðtals. „Þeir eru sennilega í síðasta kastinu núna. Við ætluðum að vera með skipstjórann Sturlu Þórðarson í beinni útsendingu, en af því að þeir eru að byrja að dæla upp úr loðnunótunni, þá gat hann ekki verið með okkur í viðtali. Þeir eru sennilega að klára kvótann núna þegar þeir eru búnir að dæla úr þessu kasti.“ Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við skipverjana og fréttamanninn um borð, en fallegt útsýni var frá skipinu og mátti sjá hnúfubaka synda nálægt. „Maður hugsar með sér: Það er aldeilis gaman að vera sjómaður við þessar aðstæður.“
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. 23. febrúar 2021 17:23 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Loðnutorfur í Faxaflóa og við Grímsey ekki tilefni til að auka loðnukvótann Tilkynningar skipa um miklar loðnutorfur síðasta sólarhring, bæði í norðanverðum Faxaflóa og við Grímsey, urðu til þess að Hafrannsóknastofnun lét gera sérstaka mælingu í dag til að fá úr því skorið hvort hér væru á ferðinni nýjar loðnugöngur eða meira magn en áður var búið að mæla. Fyrstu niðurstöður gefa ekki tilefni til ráðgjafar um að auka loðnukvótann, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. 23. febrúar 2021 17:23
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39