Dæmi um að íbúar hafi leigt hótelherbergi yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 12:53 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. VÍSIR/EGILL Íbúar Grindavíkur leigðu sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Skjálftavirknin færðist í átt að Grindavík í nótt og fundu íbúar vel fyrir snörpum skjálftum. Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39
Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29
Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda