Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 17:16 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira