Utan vallar: Er Liverpool liðið nokkuð fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 09:30 Mohamed Salah og félagar í Liverpool hafa ekki verið líkir sjálfum sér á nýju ári. Getty/Alex Livesey Englandsmeistarar Liverpool töpuðu enn á ný á heimavelli sínum í gær og nú á móti liði í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir skilja varla hvað sé í gangi hjá lærisveinum Jürgen Klopp og það er því ekkert skrýtið að þetta ótrúlega hrun liðsins sé farið að minna á vísindaskáldsögu eða eitthvað sem tilheyrir ekki raunveruleikanum. Liverpool var búið að vera eitt besta lið heims undanfarin ár, hafði unnið ensku deildina og rétt misst af öðrum titli með einu stigi, auk þess að spila tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni, vinna Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða. Þess vegna er enn furðulegra að horfa upp á hrun liðsins á síðustu rúmum tveimur mánuðum. Liðið er óþekkjanlegt inn á vellinum og bitleysi liðsins fram á við er ekki að hjálpa mikið meiðslahrjáðri vörninni. Liðið er svo sem ekki að fá á sig mörg mörk en þessa dagana nægir andstæðingunum að skora eitt mark til að ná í úrslit og oftast dugar það til að ná í þrjú stig. Liverpool's season pic.twitter.com/DVzFuGFDym— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Liverpool var í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 7-0 sigur á Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Tímabilið hafði vissulega reynt mikið á hópinn með öllum sínum meiðslum en það leit út fyrir að Liverpool ætlaði að standa þetta af sér. Enginn gat sér fyrir hvað gerðist næst. Liðið sem var með átta stigum meira en Manchester City á jóladag er nú 22 stigum á eftir Manchester City. Við erum að tala um 30 stiga sveifla á aðeins 72 dögum. Liverpool hefur aðeins fengið samtals tíu stig í tólf deildarleikjum sínum á árinu 2021. Liverpool hefur aldrei áður tapað sex heimaleikjum í röð og það er ekki eins og liðið hafi bara verið að fá bestu lið deildarinnar í heimsókn. Eitt tapið er vissulega á móti toppliði Manchester City og svo eru tapleikir á móti Chelsea og Everton en þrír af þessum tapleikjum komu á móti liðum í sex neðstu sætum deildarinnar (Burnley, Brighton og Fulham). Fulham defeats Liverpool 1-0.Liverpool has now lost 6 straight home league matches for the 1st time in club history.It also marks Liverpool s 9th Premier League loss this season, as many as the club had in the previous 3 Premier League seasons combined. pic.twitter.com/OHKuclVUU7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2021 Alltaf þegar flestir halda að nú muni Liverpool-vélin ræsa sig á ný þá kemur enn eitt áfallið. Það skiptir ekki lengur máli hvort Liverpool sé að spila við lið við toppinn eða botninn. Það er ekkert sem minnir lengur á stórskotaliðið sem hélt um tíma þremur af eftirsóttustu titlinum á sama tíma. Ég veit ekki hvort að Fat Bastard hafi nokkuð verið að sniglast um á Anfield um jólin eða hvort geimverurnar úr Space Jam séu búnir að skipta um áhuga á íþróttum. Það er nefnilega eins og Liverpool liðið sé fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd, búið að tapa mojo-inum (töfrunum) til herra Ills eða missa hæfileikum sínum til ljótasta körfuboltaliðs algeimsins. Hvernig getur það gerst að besta liðið verði jafn bensínlaust og um ræðir? Hafa álagið og þungarokksboltinn undanfarin ár gert út af við leikmenn eða var lukkubankinn gjaldþrota eftir allar úttektirnar síðustu tímabil? Það er vona að menn spyrji. Þetta Liverpool sem stuðningsmenn horfa upp á í dag er safn úrræðalausa og pirraða leikmanna og knattspyrnustjóranum ætlar ekki að takast að rífa sína menn aftur í gang. Hvert hafa allir hæfileikarnir farið, hvar er þessu andlegi styrkur sem menn leiddist ekki að hrósa strákunum hans Klopp fyrir. Jürgen Klopp sprengdi Dortmund liðið á sínum tíma og nú er spurning hvort hann hafi gert það sama hjá Liverpool. Jamie Carragher on Liverpool: "They used to be the mentality monsters, right now they're the mentality midgets." pic.twitter.com/SAAjD6hXhH— FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 7, 2021 Öll lið fara í gegnum lægðir en tvö mörk og tvö stig samanlagt í átta heimaleikjum í röð er eitthvað miklu stærra og meira vandamál en að missa taktinn í smá tíma. Krísa Liverpool er orðin það stór að hún gæti haft mikil áhrif á stöðu liðsins á næstu árum. Engin Meistaradeild og minni áhugi leikmanna á að koma er ekki rétti lyfseðillinn þegar liðið þarf að spyrna sér frá botninum. Það er kannski eins gott fyrir Liverpool að heimaleikurinn í sextán liða úrsltum Meistaradeildarinnar í þessari viku fari ekki fram á Anfield heldur í Búdapest. Liðið hefur alla vega unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum. Næsti leikur í deildinni er síðan á móti Úlfunum eftir tæpa viku. Liðið er nú mögulega sjö stigum frá sæti í Meistaradeildinni ef Chelsea vinnur í kvöld og það lítur jafnvel út fyrir að það verði engin Evrópukvöld á Anfield næsta vetur. Austin Powers og Space Jam myndirnar enduðu vel en hvort að Liverpool nái fram góðum endi á þessu tímabili verður ólíklegra með hverjum leiknum þar sem Liverpool mætir hikandi og frosið til leiks. Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira
Stuðningsmenn Liverpool og aðrir skilja varla hvað sé í gangi hjá lærisveinum Jürgen Klopp og það er því ekkert skrýtið að þetta ótrúlega hrun liðsins sé farið að minna á vísindaskáldsögu eða eitthvað sem tilheyrir ekki raunveruleikanum. Liverpool var búið að vera eitt besta lið heims undanfarin ár, hafði unnið ensku deildina og rétt misst af öðrum titli með einu stigi, auk þess að spila tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni, vinna Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsliða. Þess vegna er enn furðulegra að horfa upp á hrun liðsins á síðustu rúmum tveimur mánuðum. Liðið er óþekkjanlegt inn á vellinum og bitleysi liðsins fram á við er ekki að hjálpa mikið meiðslahrjáðri vörninni. Liðið er svo sem ekki að fá á sig mörg mörk en þessa dagana nægir andstæðingunum að skora eitt mark til að ná í úrslit og oftast dugar það til að ná í þrjú stig. Liverpool's season pic.twitter.com/DVzFuGFDym— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Liverpool var í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 7-0 sigur á Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Tímabilið hafði vissulega reynt mikið á hópinn með öllum sínum meiðslum en það leit út fyrir að Liverpool ætlaði að standa þetta af sér. Enginn gat sér fyrir hvað gerðist næst. Liðið sem var með átta stigum meira en Manchester City á jóladag er nú 22 stigum á eftir Manchester City. Við erum að tala um 30 stiga sveifla á aðeins 72 dögum. Liverpool hefur aðeins fengið samtals tíu stig í tólf deildarleikjum sínum á árinu 2021. Liverpool hefur aldrei áður tapað sex heimaleikjum í röð og það er ekki eins og liðið hafi bara verið að fá bestu lið deildarinnar í heimsókn. Eitt tapið er vissulega á móti toppliði Manchester City og svo eru tapleikir á móti Chelsea og Everton en þrír af þessum tapleikjum komu á móti liðum í sex neðstu sætum deildarinnar (Burnley, Brighton og Fulham). Fulham defeats Liverpool 1-0.Liverpool has now lost 6 straight home league matches for the 1st time in club history.It also marks Liverpool s 9th Premier League loss this season, as many as the club had in the previous 3 Premier League seasons combined. pic.twitter.com/OHKuclVUU7— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2021 Alltaf þegar flestir halda að nú muni Liverpool-vélin ræsa sig á ný þá kemur enn eitt áfallið. Það skiptir ekki lengur máli hvort Liverpool sé að spila við lið við toppinn eða botninn. Það er ekkert sem minnir lengur á stórskotaliðið sem hélt um tíma þremur af eftirsóttustu titlinum á sama tíma. Ég veit ekki hvort að Fat Bastard hafi nokkuð verið að sniglast um á Anfield um jólin eða hvort geimverurnar úr Space Jam séu búnir að skipta um áhuga á íþróttum. Það er nefnilega eins og Liverpool liðið sé fast í Austin Powers eða Space Jam kvikmynd, búið að tapa mojo-inum (töfrunum) til herra Ills eða missa hæfileikum sínum til ljótasta körfuboltaliðs algeimsins. Hvernig getur það gerst að besta liðið verði jafn bensínlaust og um ræðir? Hafa álagið og þungarokksboltinn undanfarin ár gert út af við leikmenn eða var lukkubankinn gjaldþrota eftir allar úttektirnar síðustu tímabil? Það er vona að menn spyrji. Þetta Liverpool sem stuðningsmenn horfa upp á í dag er safn úrræðalausa og pirraða leikmanna og knattspyrnustjóranum ætlar ekki að takast að rífa sína menn aftur í gang. Hvert hafa allir hæfileikarnir farið, hvar er þessu andlegi styrkur sem menn leiddist ekki að hrósa strákunum hans Klopp fyrir. Jürgen Klopp sprengdi Dortmund liðið á sínum tíma og nú er spurning hvort hann hafi gert það sama hjá Liverpool. Jamie Carragher on Liverpool: "They used to be the mentality monsters, right now they're the mentality midgets." pic.twitter.com/SAAjD6hXhH— FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 7, 2021 Öll lið fara í gegnum lægðir en tvö mörk og tvö stig samanlagt í átta heimaleikjum í röð er eitthvað miklu stærra og meira vandamál en að missa taktinn í smá tíma. Krísa Liverpool er orðin það stór að hún gæti haft mikil áhrif á stöðu liðsins á næstu árum. Engin Meistaradeild og minni áhugi leikmanna á að koma er ekki rétti lyfseðillinn þegar liðið þarf að spyrna sér frá botninum. Það er kannski eins gott fyrir Liverpool að heimaleikurinn í sextán liða úrsltum Meistaradeildarinnar í þessari viku fari ekki fram á Anfield heldur í Búdapest. Liðið hefur alla vega unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum. Næsti leikur í deildinni er síðan á móti Úlfunum eftir tæpa viku. Liðið er nú mögulega sjö stigum frá sæti í Meistaradeildinni ef Chelsea vinnur í kvöld og það lítur jafnvel út fyrir að það verði engin Evrópukvöld á Anfield næsta vetur. Austin Powers og Space Jam myndirnar enduðu vel en hvort að Liverpool nái fram góðum endi á þessu tímabili verður ólíklegra með hverjum leiknum þar sem Liverpool mætir hikandi og frosið til leiks.
Enski boltinn Utan vallar Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Sjá meira