Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 12:35 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag. Vísir/Sigurjón Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30