Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:00 Björn Gunnarsson starfaði hjá Hafrannsóknarstofnun í 26 ár. Stofnunin var við Skúlagötu þar til hún flutti í Hafnarfjörð í fyrra. Vísir/Vilhelm Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Á heimsíðu Hafrannsóknarstofnunar kom fram að ákveðið hefði verið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Afdráttarlaus dómur Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Vísir fjallaði í desember um mál Björns Ævars Steinarssonar sem hafnaði boði um hálfa milljón í bætur og fór í mál við íslenska ríkið. Dómurinn í máli Björns Ævars var afdráttarlaus að því leyti að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og forstjórinn sýnt verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. Birni Ævari voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævar var harðorður í garð Sigurðar Guðjónssonar forstjóra í samtali við Vísi og sagði hann hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnunum. Hann hefði átt erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. Bregður við af minna tilefni Nafni hans Björn Gunnarsson talar á svipuðum nótum og Björn Ævar. Björn hafði starfað í 26 ár hjá Hafró og uppsögnin kom honum í opna skjöldu. „Manni bregður við af minna tilefni,“ segir Björn. Hann ætlaði sömu leið og Björn Ævarsson og hafði stefnt ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. „Það skiptir mann heilmiklu máli að fá staðfest að það var ekkert á bak við þetta,“ segir Björn. Fimm milljónir í bætur Björn ritaði bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Í bréfinu, sem Björn sendi Vísi, segir Björn ríkislögmann hafa haft samband við lögmann sinn og falast eftir dómsátt í málinu. „Niðurstaða ríkislögmanns var að Hafrannsóknastofnun hafi ekki gætt að þeim atriðum og sjónarmiðum sem ætlast mátti til í aðdraganda uppsagnarinnar. Ber þar fyrst og fremst að nefna skort á skriflegum gögnum og haldbærum upplýsingum sem varpa ljósi á það hvernig stofnunin í aðdraganda uppsagna stóð að greiningu á starfsemi og störfum hjá stofnuninni og hvaða sjónarmið lágu til grundvallar ákvörðunum um uppsagnir og eftir atvikum niðurlagningu starfa,“ sagði í bréf Björns til ráðherra. Næsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar á að taka til starfa 1. apríl 2020. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar hann.Vísir/Vilhelm Samkomulagið var að íslenska ríkið greiddi Birni fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur auk lögmannskostnað upp á 900 þúsund krónur. „Skrýtið að forstjóri komist uppp með hvað sem er“ Björn segir ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna afglapa forstjóra Hafrannsóknastofnunar í uppsagnahrinunni í nóvember 2019 mun hlaupa á mörgum tugum milljóna að ótöldum tuga milljóna kostnaði vegna biðlauna. Þá sé óþarft að minna á þann þekkingarauð sem kastað var á glæ með uppsögnunum. „Manni finnst skrýtið að ríkisforstjóri komist upp með hvað sem er án þess að sæta viðurlögum,“ segir Björn. Sigurður er meðal sex sem sækja um starf forstjóra sem ráðherra mun skipa til að taka við starfinu þann 1. apríl. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01 Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember 2019 og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Á heimsíðu Hafrannsóknarstofnunar kom fram að ákveðið hefði verið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig myndi fagsviðum fækka úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Afdráttarlaus dómur Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Vísir fjallaði í desember um mál Björns Ævars Steinarssonar sem hafnaði boði um hálfa milljón í bætur og fór í mál við íslenska ríkið. Dómurinn í máli Björns Ævars var afdráttarlaus að því leyti að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og forstjórinn sýnt verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. Birni Ævari voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævar var harðorður í garð Sigurðar Guðjónssonar forstjóra í samtali við Vísi og sagði hann hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnunum. Hann hefði átt erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. Bregður við af minna tilefni Nafni hans Björn Gunnarsson talar á svipuðum nótum og Björn Ævar. Björn hafði starfað í 26 ár hjá Hafró og uppsögnin kom honum í opna skjöldu. „Manni bregður við af minna tilefni,“ segir Björn. Hann ætlaði sömu leið og Björn Ævarsson og hafði stefnt ríkinu fyrir ólögmæta uppsögn. „Það skiptir mann heilmiklu máli að fá staðfest að það var ekkert á bak við þetta,“ segir Björn. Fimm milljónir í bætur Björn ritaði bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra í kjölfar niðurstöðunnar. Í bréfinu, sem Björn sendi Vísi, segir Björn ríkislögmann hafa haft samband við lögmann sinn og falast eftir dómsátt í málinu. „Niðurstaða ríkislögmanns var að Hafrannsóknastofnun hafi ekki gætt að þeim atriðum og sjónarmiðum sem ætlast mátti til í aðdraganda uppsagnarinnar. Ber þar fyrst og fremst að nefna skort á skriflegum gögnum og haldbærum upplýsingum sem varpa ljósi á það hvernig stofnunin í aðdraganda uppsagna stóð að greiningu á starfsemi og störfum hjá stofnuninni og hvaða sjónarmið lágu til grundvallar ákvörðunum um uppsagnir og eftir atvikum niðurlagningu starfa,“ sagði í bréf Björns til ráðherra. Næsti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar á að taka til starfa 1. apríl 2020. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar hann.Vísir/Vilhelm Samkomulagið var að íslenska ríkið greiddi Birni fimm milljónir króna í miska- og skaðabætur auk lögmannskostnað upp á 900 þúsund krónur. „Skrýtið að forstjóri komist uppp með hvað sem er“ Björn segir ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna afglapa forstjóra Hafrannsóknastofnunar í uppsagnahrinunni í nóvember 2019 mun hlaupa á mörgum tugum milljóna að ótöldum tuga milljóna kostnaði vegna biðlauna. Þá sé óþarft að minna á þann þekkingarauð sem kastað var á glæ með uppsögnunum. „Manni finnst skrýtið að ríkisforstjóri komist upp með hvað sem er án þess að sæta viðurlögum,“ segir Björn. Sigurður er meðal sex sem sækja um starf forstjóra sem ráðherra mun skipa til að taka við starfinu þann 1. apríl. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01 Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30 Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. 12. desember 2020 20:01
Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. 12. desember 2019 18:30
Sviðsstjórarnir taka undir lýsingar mannauðsstjórans sem sagði upp fyrir uppsagnir Fyrrverandi sviðsstjórar hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands segja lýsingar fyrrverandi mannauðsstjóra stofnunarinnar í samræmi við þeirra upplifun á atburðarásinni hvað við kemur uppsögnum starfsfólks í nóvember. 13. desember 2019 14:45