Lentu í niðurskurðarhnífi Adidas og geta ekki boðið upp á Yeezy skó Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Kanye West hannar skóna og eru þeir gríðarlega vinsælir um heim allan. Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West gaf á dögunum út nýja týpu af Yeezy skónum frægu. Skórnir seldust upp á innan við mínútu um heim allan. „Þessir Yeezy skór og aðrir skór er í raun að verða eins og áþreifanlegur gjaldmiðill og þetta eru ekkert einhverjir krakkar að kaupa eitt par. Ég held að flest þessi pör hafi farið til fólks sem er að endurselja skó. Og þá er verið að kaupa í tugum ef ekki hundruðum para í einu og nota svona botta þar sem búið er að stilla þetta allt inn fyrir fram. Það seldust allir skórnir upp á netinu á innan við mínútu,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra, í samtali við Harmageddon í gær. Hann segir að þessi markaður velti í dag tveimur billjónum Bandaríkjadala bara í Norður-Ameríku. „Skórnir voru á tvö hundruð dollara á netinu og eru núna að seljast á 380 til 580 dollara. Hæsta salan hingað til var tólf hundruð dollarar. Þú nærð kannski í hundrað pör með þessum bottum og þá ert þú að fara græða helvíti mikið.“ Sindri segir að skórnir verði ekki fáanlegir í Húrra. „Við lentum því miður í svona niðurskurðarhníf hjá Adidas ásamt fullt af öðrum búðum í Evrópu. Þessi stóru fyrirtæki eru farin að selja bara beint til viðskiptavinarins og skera út milliliðina eins og okkur. En á sama tíma eru þeir að búa til nýjan millilið sem eru þessi salar á netinu. Og ég held að þetta sé ekki góð þróun af því að búðirnar voru að sinna þessu nokkuð vel, að selja þetta til fólks sem vildi vöruna. Núna eru eiginlega allir skórnir að fara til fólks sem ætlar að græða á vörunni.“ Honum sjálfum þykir skórnir ekki svo fallegir. „Mér finnst þetta ekki svo fallegir skór og ég myndi ekki kaupa mér þá og ganga í þeim.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sindra í heild sinni. Tíska og hönnun Harmageddon Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Þessir Yeezy skór og aðrir skór er í raun að verða eins og áþreifanlegur gjaldmiðill og þetta eru ekkert einhverjir krakkar að kaupa eitt par. Ég held að flest þessi pör hafi farið til fólks sem er að endurselja skó. Og þá er verið að kaupa í tugum ef ekki hundruðum para í einu og nota svona botta þar sem búið er að stilla þetta allt inn fyrir fram. Það seldust allir skórnir upp á netinu á innan við mínútu,“ segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra, í samtali við Harmageddon í gær. Hann segir að þessi markaður velti í dag tveimur billjónum Bandaríkjadala bara í Norður-Ameríku. „Skórnir voru á tvö hundruð dollara á netinu og eru núna að seljast á 380 til 580 dollara. Hæsta salan hingað til var tólf hundruð dollarar. Þú nærð kannski í hundrað pör með þessum bottum og þá ert þú að fara græða helvíti mikið.“ Sindri segir að skórnir verði ekki fáanlegir í Húrra. „Við lentum því miður í svona niðurskurðarhníf hjá Adidas ásamt fullt af öðrum búðum í Evrópu. Þessi stóru fyrirtæki eru farin að selja bara beint til viðskiptavinarins og skera út milliliðina eins og okkur. En á sama tíma eru þeir að búa til nýjan millilið sem eru þessi salar á netinu. Og ég held að þetta sé ekki góð þróun af því að búðirnar voru að sinna þessu nokkuð vel, að selja þetta til fólks sem vildi vöruna. Núna eru eiginlega allir skórnir að fara til fólks sem ætlar að græða á vörunni.“ Honum sjálfum þykir skórnir ekki svo fallegir. „Mér finnst þetta ekki svo fallegir skór og ég myndi ekki kaupa mér þá og ganga í þeim.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sindra í heild sinni.
Tíska og hönnun Harmageddon Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira