Jarðhræringar á Reykjanesi: Kvikan á um eins kílómetra dýpi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 18:30 Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi frá því á miðnætti en sérfræðingar telja þó jarðskjálftavirknina ekki í rénun. Kvikan sem ferðast á milli í kvikuganginum sem hefur myndast við Fagradalsfjall er að mati sérfræðinga á um eins kílómetra dýpi. Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Spenna sem hefur verið að losna á þessu svæði með snörpum jarðskjálftum eins og um helgina hefur aukið skjálftavirkni sitthvoru megin við kvikuganginn vegna spennubreytinga. Svokallaði gikkskjálftar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stöðuna í raun óbreytta frá síðustu dögum. „Þannig að það er þessi kvikugangur að myndast þarna í Fagradalsfjalli og hann er smám saman að stækka en það hefur helst dregið úr þessum hraða á stækkuninni. Svo sjáum við líka að hann er að grynnast,“ Segir Kristín. Vísindaráð almannavarna fundað í dag þar sem staða atburðarins var metin og rýnt í gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn. Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhverstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili. Engin merki eru um kvikuhreyfingar annarsstaðar. Hversu djúpt er kvikan í þessum kvikugangi sem þarna ferðast á milli? „Hún virðist vera á svona eins kílómetra dýpi,“ segir Kristín. Getið þið sagt til um hversu hratt eldgos gæti brotist út? „Nei, það er erfitt að segja til um það en við verðum bara að vera við öllum búin,“ segir Kristín. Nýtt kort frá Veðurstofu Íslands sem sýnir jarðskjálftavirkni við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli.Veðurstofa Íslands Mælakerfi Veðurstofu Íslands hefur verið þétt verulega síðustu daga til þess að hægt sé að greina betur hreyfingar á svæðinu. Það að kvikugangurinn sé að stækka hefur það einhver áhrif á það hversu mikið hraun kemur upp komi til eldgos? „Nei en það eru einhver líkindi á hversu mikið kemur upp bara miðað við það sem við þekkjum um gos á þessu svæði. Á næsta Vísindaráðsfundi þá ætlum við einmitt að fara betur yfir þessi hraunflæðilíkön og þessar hraunsviðsmyndir,“ segir Kristín. Vísindaráð metur það sem svo að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þurfi ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur sé von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um liðna helgi og olli skemmdum meðal annars í Svarstengi.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira