„Var eiginlega með neikvæða líkamsímynd frá því að ég uppgötvaði að ég væri með líkama“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Erna Kristín fer yfir lífið með Sölva Tryggvasyni. Erna Kristín Stefánsdóttir er guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna sem hefur vakið mikla athygli fyrir skrif sín um líkamsímynd, Erna er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar og fer Erna Kristín yfir sögu sína í þættinum. „Ég var eiginlega með neikvæða líkamsímynd frá því að ég uppgötvaði að ég væri með líkama. Sem er auðvitað mjög sorglegt. Eitt sterkasta augnablikið var þegar ég var 9 ára og var að fara að keppa á fimleikamóti og fór inn á baðherbergi og öskurgrét af því að ég mátti ekki vera í stuttbuxum yfir fimleikabolnum. Þarna var þetta byrjað, en það að hugsa svona 9 ára er náttúrulega mjög óeðlilegt. Ég man að strax í fyrsta bekk var ég oft að hlaupa hring í kringum blokkina til að reyna að léttast. Þá er ég bara 6-7 ára gömul og þar er þetta strax byrjað. Hjá mér held ég að þetta tengist áfalli sem ég varð fyrir, sem getur sett átröskun af stað. En svo er alltaf spurning hversu stór vandinn verður. Hjá mér var ég föst í vítahring alveg þar til ég fékk ofsakvíðakast eftir að ég var orðin fullorðin og náði þá loks að byrja fyrir alvöru vegferðina að bata”, segir Erna og heldur áfram. „Við fermingaraldurinn vildi ég bara klippa magann af. Ég man eftir því að hafa hugsað það mjög mikið. Hvort það væri ekki bara hægt að klippa hann af. Þarna er komin mjög sterk hugmynd um að skaða mig og ég var mjög föst í að hugsa um að klippa mig með skærum. En það var alveg sama hvað ég svelti mig mikið, útlimirnir og aðrir hlutar líkamans grenntust alltaf á undan maganum. Það skipti engu máli þó að ég væri frekar grannur krakki og unglingur. Þetta elti mig í gegnum alla æskuna og unglingsárin…. Ef ég ætlaði að komast heilan dag í viðbót án þess að borða horfði ég bara á Victoria Secret módelin og fann myndbönd af þeim til að finna kraftinn til að sleppa því að borða. En það var síðan eftir að mér var nauðgað sem átröskunin byrjaði fyrir alvöru og þá fór ég inn í langt tímabil af Bulemiu, þar sem ég skilaði matnum aftur upp úr mér alla daga. Átröskun er í grunninn leið til að skaða sig frá vondum tilfinningum og það gerðist þarna. Ég fór líka í mjög mikla ofþjálfun og æfði lengi vel 11 sinnum í viku og ef eitthvað fór ofan í mig þá fór það aftur upp.” Fattaði ekki að hún væri ólétt Eitt af því sem hjálpaði Ernu út úr vítahring átröskunar var að verða ólétt. „Ég var löngu hætt á blæðingum og fattaði þess vegna ekki að ég væri ólétt fyrr en ég var komin 3 mánuði á leið. Það hvarflaði ekki að mér að ég gæti orðið ólétt, en þegar það gerðist fór lífið að snúast um annað en bara mig. Það að átta mig á því að ég yrði að halda þessu kríli í lagi fékk mig til að byrja að borða aftur og byrjaði að laga átröskunina. En svo fór ég yfir í tímabil þar sem ég borðaði allt of mikið og ofbauð líkamanum aðeins í þá átt, vegna þess að líkaminn hafði verið svo lengi í svelti að hann öskraði stanslaust á mat. Þannig að það tók mig talsverðan tíma að finna jafnvægið og læra að hlusta á líkamann. En í dag er þetta komið á eðlilegt ról.” Erna vinnur mikið með börnum og unglingum og ræðir oft við þau um samfélagsmiðla og gildrurnar þar, sem hún þekkir sjálf af eigin raun: „Samfélagsmiðlarnir geta verið rosalegir og ég þekki það sjálf að missa mig í þeim. Ég var að fara yfir þetta og ég er búin að fara í gegnum milljón myndbönd á Tik Tok. Það er hægt að sjá það í forritinu. Ég skammast mín fyrir að segja þetta. Í fullu háskólanámi, með barn og fleira.” Í þættinum fara Sölvi og Erna yfir sögu Ernu, kosti og galla samfélagsmiðla og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég var eiginlega með neikvæða líkamsímynd frá því að ég uppgötvaði að ég væri með líkama. Sem er auðvitað mjög sorglegt. Eitt sterkasta augnablikið var þegar ég var 9 ára og var að fara að keppa á fimleikamóti og fór inn á baðherbergi og öskurgrét af því að ég mátti ekki vera í stuttbuxum yfir fimleikabolnum. Þarna var þetta byrjað, en það að hugsa svona 9 ára er náttúrulega mjög óeðlilegt. Ég man að strax í fyrsta bekk var ég oft að hlaupa hring í kringum blokkina til að reyna að léttast. Þá er ég bara 6-7 ára gömul og þar er þetta strax byrjað. Hjá mér held ég að þetta tengist áfalli sem ég varð fyrir, sem getur sett átröskun af stað. En svo er alltaf spurning hversu stór vandinn verður. Hjá mér var ég föst í vítahring alveg þar til ég fékk ofsakvíðakast eftir að ég var orðin fullorðin og náði þá loks að byrja fyrir alvöru vegferðina að bata”, segir Erna og heldur áfram. „Við fermingaraldurinn vildi ég bara klippa magann af. Ég man eftir því að hafa hugsað það mjög mikið. Hvort það væri ekki bara hægt að klippa hann af. Þarna er komin mjög sterk hugmynd um að skaða mig og ég var mjög föst í að hugsa um að klippa mig með skærum. En það var alveg sama hvað ég svelti mig mikið, útlimirnir og aðrir hlutar líkamans grenntust alltaf á undan maganum. Það skipti engu máli þó að ég væri frekar grannur krakki og unglingur. Þetta elti mig í gegnum alla æskuna og unglingsárin…. Ef ég ætlaði að komast heilan dag í viðbót án þess að borða horfði ég bara á Victoria Secret módelin og fann myndbönd af þeim til að finna kraftinn til að sleppa því að borða. En það var síðan eftir að mér var nauðgað sem átröskunin byrjaði fyrir alvöru og þá fór ég inn í langt tímabil af Bulemiu, þar sem ég skilaði matnum aftur upp úr mér alla daga. Átröskun er í grunninn leið til að skaða sig frá vondum tilfinningum og það gerðist þarna. Ég fór líka í mjög mikla ofþjálfun og æfði lengi vel 11 sinnum í viku og ef eitthvað fór ofan í mig þá fór það aftur upp.” Fattaði ekki að hún væri ólétt Eitt af því sem hjálpaði Ernu út úr vítahring átröskunar var að verða ólétt. „Ég var löngu hætt á blæðingum og fattaði þess vegna ekki að ég væri ólétt fyrr en ég var komin 3 mánuði á leið. Það hvarflaði ekki að mér að ég gæti orðið ólétt, en þegar það gerðist fór lífið að snúast um annað en bara mig. Það að átta mig á því að ég yrði að halda þessu kríli í lagi fékk mig til að byrja að borða aftur og byrjaði að laga átröskunina. En svo fór ég yfir í tímabil þar sem ég borðaði allt of mikið og ofbauð líkamanum aðeins í þá átt, vegna þess að líkaminn hafði verið svo lengi í svelti að hann öskraði stanslaust á mat. Þannig að það tók mig talsverðan tíma að finna jafnvægið og læra að hlusta á líkamann. En í dag er þetta komið á eðlilegt ról.” Erna vinnur mikið með börnum og unglingum og ræðir oft við þau um samfélagsmiðla og gildrurnar þar, sem hún þekkir sjálf af eigin raun: „Samfélagsmiðlarnir geta verið rosalegir og ég þekki það sjálf að missa mig í þeim. Ég var að fara yfir þetta og ég er búin að fara í gegnum milljón myndbönd á Tik Tok. Það er hægt að sjá það í forritinu. Ég skammast mín fyrir að segja þetta. Í fullu háskólanámi, með barn og fleira.” Í þættinum fara Sölvi og Erna yfir sögu Ernu, kosti og galla samfélagsmiðla og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira