Héraðssaksóknari höfðar málið og í ákærunni kemur fram að einstaklingurinn hafi farið með stúlkuna á einhvern stað, lokað dyrunum og hent henni niður í sófa sem var þar inni. Því næst hafi hann klætt hana úr fötunum og haft við hana bæði samræði og endaþarmsmök án hennar samþykkis og vilja.
Þannig hafi hann beitt stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að toga í hár hennar og klóra bak hennar til blóðs. Hann hafi ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir að stúlkan tjáði honum að hún vildi fara.
Auk þess hefði hann nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aflsmunar og þess að hún var stödd ein með honum fjarri öðrum. Hlaut stúlkan eymsli á kynfærum og endaþarmi auk klórfara á baki sínu.
Brotið telst varða við 194. grein almennra hegningarlaga. Ákærði neitar sök í málinu og er aðalmeðferð fyrirhuguð í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í júní.