Guðmundur Andri víkur úr oddvitasætinu fyrir Þórunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 07:43 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vill aftur á þing. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum, fyrir alþingiskosningarnar í september verði tillaga uppstillingarnefndar flokksins í kjördæminu samþykkt. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og vísað í heimildir blaðsins en Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins sem var oddviti í kjördæminu 2017, staðfestir þetta líka í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann mun þannig víkja sæti fyrir Þórunni en í færslunni segist hann hafa tjáð uppstillingarnefnd flokksins að hann væri til í að sitja áfram á þingi. Þá teldi hann mjög líklegt að Samfylkingin fengi tvo þingmenn í Kraganum næst og hann væri reiðubúinn til að berjast fyrir því. „Fréttablaðið segir það fáheyrt í frétt í dag að oddviti færi sig um sæti og virðist telja það firn mikil að rúmlega sextugur karl standi upp fyrir sér yngri konu. Það held ég að sé ofmælt; minni til dæmis á það þegar Ögmundur Jónasson stóð upp fyrir Guðfríði Lilju í Kraganum. Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir ...“ segir Guðmundur Andri í færslu sinni. Þá gerir uppstillingarnefndin tillögu um að Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, verði í þriðja sæti listans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jónu Þóreyju Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafi verið boðið það sæti en hún hafnað boðinu. Fyrir mánuði síðan var greint frá því að Þórunn færi mögulega aftur í framboð fyrir Samfylkinguna í Kraganum. Daginn eftir var svo greint frá því að Þórunn ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram sem formann BHM. Þórunn sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 1999 til 2011 og gegndi embætti umhverfisráðherra á árunum 2007 til 2009. Fréttin var uppfærð kl. 08:44.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira