Það eru fleiri skjálftar en mældust á svæðinu allt síðasta ár að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Árið 2020 einkenndist þó af mikilli skjálftavirkni á Reykjanesskaga.
„Til samanburðar mældust um 3.400 skjálftar árið 2019 á Reykjanesskaganum og ef horft er aftur til áranna 2019-2014 er fjöldi skjálfta á bilinu 1.000-3.000 á ári.
Við viljum reyndar taka fram að ekki er búið að fara yfir staðsetningar allra skjálftanna á þessari annars nokkuð listhneigðu mynd,“ segir í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Í dag fór heildarfjöldi skjálfta yfir 34.000 í þeirri hrinu sem hófst á Reykjanesskaga fyrir um tveimur vikum. Þetta eru...
Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, March 10, 2021
Í nótt varð stór skjálfti 5,1 að stærð við Fagradalsfjall og í morgun varð svo skjálfti að stærð 4,6. Báðir fundust skjálftarnir vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og fékk Veðurstofan tilkynningar í nótt um að sá fyrr hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal.