Að þessu sinni flutti Metts lagið All The Pretty Girls með Kaleo og gerði það frábærlega.
Dómararnir voru það hrifnir af flutningnum að þau spáðu honum einfaldlega í tíu efstu sætin í keppninni og gæti hann hæglega farið alla leið.
Metts mætti með systur sinni í prufuna og grét hún þegar í ljós kom að bróðir hennar var kominn áfram eins og sjá má hér að neðan.