Enski boltinn

Fjórði dómarinn hló að sam­skiptum Mourin­ho og Bale

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og Bale í leiknum umrædda. Fjórði dómarinn, Marriner, sést skrifa niður hægra megin í myndinni.
Mourinho og Bale í leiknum umrædda. Fjórði dómarinn, Marriner, sést skrifa niður hægra megin í myndinni. Julian Finney/Getty Images

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að hann og vængmaðurinn Gareth Bale séu í góðum samskiptum þessar vikurnar. Þeir velji saman leikina sem Bale er klár í að spila og hvaða leiki hann þurfi frí í.

Bale byrjaði ekki vel í endurkomunni til Tottenham en hann var lánaður til félagsins í september. Hann var reglulega á bekknum hjá Tottenham en síðustu vikurnar hefur Walesverjinn staðið sig vel.

„Ég vil gjarnan að hann haldi áfram að standa sig vel en ég verð að passa upp á hann. Samskipti okkar eru góð og ég held að hann treysti mér. Núna veljum við saman hvernig við gerum þetta,“ sagði Portúgalinn um þær mínútur sem Bale gæti spilað.

„Í leiknum gegn Crystal Palace þá hló fjórða dómarinn Andre Marriner því við vorum að taka ákvörðunina saman,“ sagði Mourinho en Bale var reglulegur gestur á hliðarlínunni hjá Mourinho.

„Ég spurði hann: Tíu mínútur? Tuttugu mínútur? Hann er að spila vel. Samband okkar er mjög gott. Ég vildi óska þess að hann gæti spilað níutíu mínútur í hverjum leik en hann getur það ekki.“

Bale hefur einungis einu sinni á leiktíðinni spilað allar níutíu mínúturnar, eftir að hann snéri aftur til Tottenham, að láni. Hann hefur allt í allt spilað 22 leiki á leiktíðinni.

Tottenham spilar í kvöld við Dinamo Zagreb í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Hefst leikurinn klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×