Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 10:21 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Sjá meira
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00