Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 11:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira