Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 11:47 Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira