„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2021 10:42 Einar Sveinn Ólafsson einn af farþegunum tuttugu sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri vinnur á Bíldudal en býr í Grundafirði. Hann fer á milli með ferjunni vikulega. Skjáskot af myndskeiði Landhelgisgæslunnar. Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“. Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Fólkið sem fast er um borð í skipinu hefur nú verið á sjó í heilan sólarhring. Einar Sveinn segir vind hafi lægt mjög og öldugangurinn minnkað. Í nótt voru uppi gjörólíkar aðstæður. „Eftir að við vorum tekin í tog af Árna Friðrikssyni [rannsóknarskipinu] þá var farið að draga okkur hérna vestur úr. Þegar var verið að snúa okkur upp í vind þá valt ferjan allsvakalega og það fór um fólk. Allt lauslegt rúllaði hér um. Fólk var hrætt og það var sjóveikt. En síðan eftir að búið var að snúa skipinu þá lægði og fór mikið betur á þessu, öllum leið betur. Fólk fór í kojur og aðrir sváfu á bekkjum hérna í nótt.“ Einar Sveinn kveðst aðspurður að það hafi aukið öryggiskennd fólksins um borð að hafa varðskipið Þór, þyrlu gæslunnar og björgunarskipið Björg til taks. „Það róaði sálu fólks að vita að við værum ekki ein hérna. […] Það var gott að vera með allt þetta vana fólk og ekki síður áhöfnina sem var með allt sitt á tæru til að bregðast við svona ástandi.“ Síðastliðna daga hefur verið ófært vestur landleiðina. Búðir hafa ekki fengið vistir í um þrjá daga. „Þannig að þetta snýst ekki bara um okkur. Vonda veðrið, ófærðin og síðan þetta bitnar á öllu samfélaginu fyrir vestan.“ Samskonar bilun kom upp í Baldri síðastliðið sumar en þá var ferjan úr rekstri í um hálfan mánuð. Einari Sveini var mikið niðri fyrir þegar hann ítrekaði að ríkisstjórnin yrði að tryggja öruggari siglingarmáta. „Við erum að skammast út í að það sé gamalt skip hérna og láta það bitna á útgerðinni en ástæðan fyrir því að við erum ekki með betra og yngra skip er sú að ríkið semur ekki nema til eins árs í einu.“ Margir hafi varað því að nákvæmlega þessi staða eða verri gæti komið upp. Nú sé nóg komið og tími til kominn að stjórnvöld tryggi öryggi. Um sé að ræða ákveðna lífæð. „Menn verða að standa upp og ákveða hvort þetta eigi að vera öryggisventill okkar í samgöngum og flutningum á meðan ekki er búið að laga þessa farartálma sem eru á leiðinni vestur landleiðina þá verður þessi bátur að vera. Hann er lífæðin okkar“.
Ferjan Baldur Samgöngur Vesturbyggð Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira